Íþróttaþjálfun

Brynja Sigurðardóttir og Guðrún Ósk Gestsdóttir eru í hópi nemenda í áfanganum barna- og unglingaþjálfun. Menntaskólanemarnir þjálfa nemendur í Leikskóla Fjallabyggðar, Grunnskóla Fjallabyggðar og íþróttafélögum. Brynja og Guðrún Ósk segja að það sé lærdómsríkt að umgangast litla krakka og læra að halda uppi aga í tímum með þe

Brynja Sigurðardóttir og Guðrún Ósk Gestsdóttir eru í hópi nemenda í áfanganum barna- og unglingaþjálfun. Menntaskólanemarnir þjálfa nemendur í Leikskóla Fjallabyggðar, Grunnskóla Fjallabyggðar og íþróttafélögum. Brynja og Guðrún Ósk segja að það sé lærdómsríkt að umgangast litla krakka og læra að halda uppi aga í tímum með þeim.

Viðfangsefnin eru meðal annars bandminton, frjálsar íþróttir og fótbolti. Nemendahóparnir eru misfjölmennir, allt niður í fimm í leikskólanum en stærri í grunnskólanum. Brynja og Guðrún Ósk telja að barna- og unglingaþjálfunin geti hjálpað þeim að komast að því hvort íþróttakennsla sé starf sem henti þeim. Myndir