Miðannarvika

Skráning hefst miðvikudaginn 13.02.2013 kl. 10:55 Kúrsar í boði –

Ferðabæklingur fyrir Fjallabyggð: 18

Leiðbeinandi: Karítas Skarphéðinsdóttir Neff

Nemendur vinna að gerð ferðabæklings í samstarfi við Fjallabyggð. Ákveða upplýsingar. Semja texta útvega og velja myndir og setja upp bækling í samstarfi við hönnuð Fjallabyggðar

 

Skólablað: 18

Leiðbeinandi: Heiðdís Björk Gunnarsdóttir

Nemendur vinna að gerð skólablaðs. Taka viðtöl, semja greinar og taka myndir. Setja upp í tímaritsform.

 

Vetraríþróttir: 28

Leiðbeinandi: Ásdís Sigurðardóttir

Gönguskíði, svigskíði, fjallganga o.fl.

Nemendur þurfa að hafa aðgang að útivistarfatnaði, svigsíðum og göngusíðum, vera tilbúnir í mikla útiveru og vera vel á sig komnir. Ætlast er til að nemendur hafi grunnþekkingu á vetraríþróttum.

 

Hreyfimyndanámskeið: 18

Leiðbeinandi: Shok Han Liu (Alice) frá Listhúsinu í Ólafsfirði

Hreyfimyndir og myndlífgun. Hugtök tengd hreyfimyndagerð skýrð (Fjöldi ramma á sekúndu,  skrársnið,  lykilrammar o.s.frv). Útskýrt hvernig augun virka með ýmsum æfingum og verkefnum.  Gert grein fyrir mismunandi tegundum hreyfimynda.  Æfingar með hugbúnað og gerð stuttra mynda.

 

Listamenn og myndamappa (portfolio) á neti: 18

Markmið áfangans er þríþætt en það er að nemendur:

  • setji upp eigin myndvef á neti (portfolio). Kennari: Völundur Jónsson
  •  rifji upp og bætt við í ljósmyndatækni og verkfærum. Kennari: Þórhallur Jónsson, Pedrómyndum
  • kynnist listljósmyndurum sem koma og kynna verk sín og reynslu
    • Graycloud Rios, MFA í listljósmyndun, myndar í Mexíkó og Bandaríkjunum.
    • Spessi, menntaður listljósmyndari frá Hollandi sem hefur gefið út þrjár ljósmyndabækur. Einn þekktasti listljósmyndari Íslands.

 

Tölvunám

Leiðbeinandi : Vilberg Helgason

Saga tölvunnar á skemmtilegum nótum.  Hver er framtíð tölvuþróunar?

Samfélagsmiðlar fyrr og nú.  Upplýsingalæsi á internetinu.

Makey Makey.  Lærum að útbúa stýripinna fyrir tölvuleiki úr hverju sem er. Hvort sem er banönum, vatnsfötum eða jafnvel öðru fólki  og ýmislegt fleira skemmtilegt.