Fjöldi nemenda

Heildarnemendafjöldi Menntaskólans er núna 176. Staðnemar, þeir sem sækja kennslustundir í skólanum, eru 142 en fjarnemer eru 34. Staðnemar eru nokkru fleiri en þeir voru á haustönn en fjarnemar eru aftur á móti heldur færri. Af fjarnemunum núna eru fjórtán sem taka einn eða tvo áfanga samhliða síðasta bekk í grunnskóla. Fjölmennustu brautirnar eru félags- og hugvísindabraut og listabraut.

Heildarnemendafjöldi Menntaskólans er núna 176. Staðnemar, þeir sem sækja kennslustundir í skólanum, eru 142 en fjarnemer eru 34. Staðnemar eru nokkru fleiri en þeir voru á haustönn en fjarnemar eru aftur á móti heldur færri. Af fjarnemunum núna eru fjórtán sem taka einn eða tvo áfanga samhliða síðasta bekk í grunnskóla. Fjölmennustu brautirnar eru félags- og hugvísindabraut og listabraut.

Á félags- og hugvísindabraut er nú skráður 41 nemandi en 39 á listabraut. Á íþrótta- og útivistarbraut er 31 en á náttúruvísindabraut eru 25 skráðir. Níu nemendur eru á starfsbraut. Á umhverfis- og auðlindabraut eru fimm nemendur en fjórir á fisktæknibraut. Þá stunda tveir viðbótarnám til stúdentsprófs.