Fjárhúsaferð

Andri Mar Flosason, Geirrún Jóhanna Sigurðardóttir og Hallgrímur Sambhu Stefánsson heimsóttu Úlfar Agnarsson, stuðningsfulltrúa og bónda í fjárhúsin á dögunum. Geirrún fór um með fóðurblöndufötuna og gaf hverri kind en Andri Már talaði mest um kjöt. Þremenningarnir voru hæstáængðir með heimsóknina. Andri Már og Úlfar tóku myndirnar

Andri Mar Flosason, Geirrún Jóhanna Sigurðardóttir og Hallgrímur Sambhu Stefánsson heimsóttu Úlfar Agnarsson, stuðningsfulltrúa og bónda í fjárhúsin á dögunum. Geirrún fór um með fóðurblöndufötuna og gaf hverri kind en Andri Már talaði mest um kjöt. Þremenningarnir voru hæstáængðir með heimsóknina. Andri Már og Úlfar tóku myndirnar.

Eins og sjá má er hjörð Úlfars litskrúðug og prýða hana meðal annars goltóttar, flekkótar, svarbotnóttar, grábotnóttar og mótbotnóttar kindur. Í könnun sem Geirrún gerði fyrr í vetur kom í ljós að sauðkindin er vinsælasta gæludýr nemenda og kennara skólans.  Myndir