Höfundakynning

Nemendur í íslensku 3B eru þessa dagana að kynna íslenska rithöfunda og skáld frá tímabilinu 1990-2010. Kynningin á að vekja áhuga áheyrenda og hafa nemendur nokkuð frjálsar hendur um hvort þeir lesa úr verkum viðkomandi, taka viðtal eða sýna höfund sinn koma fram eða brot úr myndverkum sem byggð eru á bókmenntunum.

Nemendur í íslensku 3B eru þessa dagana að kynna íslenska rithöfunda og skáld frá tímabilinu 1990-2010. Kynningin á að vekja áhuga áheyrenda og hafa nemendur nokkuð frjálsar hendur um hvort þeir lesa úr verkum viðkomandi, taka viðtal eða sýna höfund sinn koma fram eða brot úr myndverkum sem byggð eru á bókmenntunum. Meðal höfunda sem kynntir hafa verið eru, Arnaldur Indriðason, Bragi Ólafsson, Yrsa Sigurðardóttir, Þórarinn Eldjárn og Hallgrímur Helgason. Anna Lena, Birgir og Guðrún Ósk kynntu Hallgrím og sýndu stiklur úr Roklandi auk þess að lesa úr verkum hans og sýna hann lesa ljóð á baráttusamkomu við Alþingishúsið nýlega. Myndin með fréttinni sýnir Sindra, Björn og Magnús þegar þeir kynntu Þorgrím Þráinsson.