Anita gestur í Tröllaskagaáfanga

Aníta Elefsen
Aníta Elefsen
Síldarminjasafnið er í auknum mæli upplifunarsafn. Í sumar hafa verið haldnar þar tuttugu og fimm sýningar á síldarsöltun en skipulagðar sýningar af því tagi á vegum safnsins eru aðeins sex eða sjö yfir sumarið. Ferðaskrifstofur hafa pantað flestar sýningarnar fyrir hópa á sínum vegum. Talsverð fyrirhöfn fylgir hverri sýningu, það þarf að útvega síld, kalla út nokkrar “síldarstúlkur” og fleira

Síldarminjasafnið er í auknum mæli upplifunarsafn. Í sumar hafa verið haldnar þar tuttugu og fimm sýningar á síldarsöltun en skipulagðar sýningar af því tagi á vegum safnsins eru aðeins sex eða sjö yfir sumarið. Ferðaskrifstofur hafa pantað flestar sýningarnar fyrir hópa á sínum vegum. Talsverð fyrirhöfn fylgir hverri sýningu, það þarf að útvega síld, kalla út nokkrar “síldarstúlkur” og fleira.

Síldargengið frá Siglufirði gerði góða ferð á Strandmenningarhátíðina í Karlskrona í Svíþjóð í sumar. Þetta var aðalnúmerið á hátíðinni en skipuleggjendur hennar höfðu sótt um styrki á ýmsum stöðum þannig að átta manna síldarteymi þurfti ekki að leggja út neinn kostnað. Anita Elefsen, sagnfræðingur á Síldarminjasafninu sagði nemendum Tröllaskagaáfanga í gær að þúsundir gesta hefðu séð sýningarnar og þær vakið mikla athygli. En þær urðu mjög langar því Eystrasaltssíldin er miklu smærri en Íslandssíldin og pöntunin hafði verið í kílóum, ekki fjöldi fiska.

Tröllaskagi er nýsköpunaráfangi og því er gott að nemendur kynnist sögu frumkvöðlanna á Siglufirði sem komu Síldarminjasafninu á fót. Segja má að þeir hafi breytt ónýtum bryggjum og hálfhrundum húsum í menningarmiðstöð sem er grundvöllur uppbyggingar í ferðaþjónustu á Siglufirði á síðustu árum. Myndir