Tröllaskagi er þekktur á heimsvísu í hópi fólks sem rennir sér á skíðum utan brauta í bröttum fjöllum. Margar erlendar ferðaskrifstofur selja fjallaskíðaferðir á skagann og á háannatímanum, í apíl og maí, fylla þessir gestir nær allt gistirými í Svarfaðardal, Skíðadal, á Dalvík og í Ólafsfirði. Þetta kom fram hjá Jökli Bergmann þegar hann heimsótti nemendur í Tröllaskagaáfanga.
Tröllaskagi er þekktur á heimsvísu í hópi fólks sem rennir sér á skíðum utan brauta í
bröttum fjöllum. Margar erlendar ferðaskrifstofur selja fjallaskíðaferðir á skagann og á háannatímanum, í apíl og maí,
fylla þessir gestir nær allt gistirými í Svarfaðardal, Skíðadal, á Dalvík og í Ólafsfirði. Þetta kom fram hjá
Jökli Bergmann þegar hann heimsótti nemendur í Tröllaskagaáfanga.
Jökull telur mikla framtíð í fjallatengdri ferðaþjónustu á skaganum. Fyrirtæki hans hefur boðið
fjallaskíðaferðir hér í fimmtán ár en þyrluskíðaferðir í sjö ár. Hann segir að í heild stundi aðeins
um tuttugu þúsund manns þyrluskíði en þetta séu mjög verðmætir gestir. Fjögurra til sex daga ferðir kosti á bilinu 800-1700
þúsund krónur. Þessir gestir skilji eftir fimmtán til tuttugu sinnum meira en meðalferðamaðurinn sem heimsækir landið. Hann segir að um 65%
sinna gesta komi aftur. En varan er afar áhættusöm og mikilvægt að starfsemin sé stunduð í samræmi við stranga staðla. Kanadamenn
séu brautryðjendur í þyrluskíðaferðum.
Hann hafi byggt sitt fyrirtæki upp að kanadískri fyrirmynd, en þar hafi hann búið, starfað og numið í mörg
ár. Í vetur hafa þrjú fyrirtæki boðað að þau ætli að selja þyrluskíðaferðir á Tröllaskaga í
samkeppni við fyrirtæki Jökuls. Hann telur að landrými á skaganum auk fjallanna handan Eyjafjarðar í Grýtubakkahreppi dugi aðeins fyrir eitt
þyrluskíðafyrirtæki.