Nemendur í Tröllaskagaáfanga kíktu á mannlífið í Ittoqqortoormiit í gær í gegn um glugga Byggðasafnsins Hvols á Dalvík í leiðsögn Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur, forstöðumanns safnsins. Ittoqqortoormiit er fimm hundruð manna bær norðarlega á austurströnd Grænlands. Í kílómetrum talið er Bolungarvík næsti þéttbýlisstaður.
Nemendur í Tröllaskagaáfanga kíktu á mannlífið í Ittoqqortoormiit í gær í gegn um glugga
Byggðasafnsins Hvols á Dalvík í leiðsögn Írisar Ólafar Sigurjónsdóttur, forstöðumanns safnsins.
Ittoqqortoormiit er fimm hundruð manna bær norðarlega á austurströnd Grænlands. Í kílómetrum talið er Bolungarvík næsti
þéttbýlisstaður.
Ittoqqortoormiit sem áður var kallað Scoresbysund er mjög einangraður staður, skip geta bara siglt þangað yfir
hásumarið og flug er langt og mjög dýrt. En þetta er vinabær Dalvíkurbyggðar og Íris Ólöf fór þangað og tók
viðtöl við nokkrar konur þegar hún var að undirbúa sýninguna sem nú er í Hvoli og í vor heimsóttu tíu
grunnskólabörn frá Ittoqqortoormiit Dalvíkinga.
Nemendur í Tröllaskagaáfanga fengu einnig frásögn af Náttúrusetrinu á Húsabakka í
Svarfaðardal. Það er í jaðri Friðlands Svarfdæla þar sem er fjölskrúðugt fuglalíf. Þarna er fræðasetur,
ferða- og ráðstefnumiðstöð og sýningin “Friðland fuglanna”. Hjörleifur Hjartarson, verkefnisstjóri Náttúrsetursins
fræddi nemendur um tilurð sýningarinnar og hugmyndina að baki hennar og sagði frá reynslu sinni af þessu frumkvöðlastarfi. Segja má að
þema sýningarinnar sé fuglar í menningu okkar og sögu, áherslan er á frásagnir af fuglum og ýmislegt sem vekur furðu og
kátínu. Myndir