Coop mynd Kolbrún Helga
Algengara virðist að karlar láti hjá líða að greiða fyrir burðarpoka sem þeir taka í verslunum en konur. Þær taka hins vegar fleiri poka en karlarnir. Þetta kom í ljós í lítilli þátttökuathugun sem þrír nemendur MTR í áfanganum SÁL2A gerðu í Samkaup Úrval dagvöruversluninni á Siglufirði í síðasta mánuði.
Algengara virðist að karlar láti hjá líða að greiða fyrir burðarpoka sem þeir taka í verslunum en konur. Þær taka hins vegar
fleiri poka en karlarnir. Þetta kom í ljós í lítilli þátttökuathugun sem þrír nemendur MTR í áfanganum SÁL2A
gerðu í Samkaup Úrval dagvöruversluninni á Siglufirði í síðasta mánuði.
Það voru Aníta Sara Sigurðardóttir, Helga Eir Sigurðardóttir og Kolbrún Helga Gunnlaugsdóttir sem gerðu athugunina. Þær
fylgdust með hverjir létu hjá líða að greiða fyrir plastpokana í fjórar klukkustundir síðdegis á fimmtudegi og föstudegi.
Eftir því sem þær best gátu greint greiddu níu karlar og fjórar konur ekki fyrir átján burðarpoka sem þau tóku. Karlarnir
tóku tíu poka en konurnar átta, þannig að þær virðast stórtækari - og versla hugsanlega meira en karlar. Af þessum 13 einstaklingum
voru 10 á aldrinum 40-60 ára. Plastpokinn kostar 20 krónur. Tekið skal fram að athugunin er umfangslítil og því varhugavert að draga miklar
ályktanir af niðurstöðunum.
Samkaup rekur 48 verslanir og hefur rýrnun á burðarpokum að sögn verið langvarandi vandamál í þeim öllum. Rýrnunin nemur nokkrum
milljónum króna á ári. Væntanlega er sama vandamál uppi hjá öðrum fyrirtækjum í dagvöruverslun. Ýmis ráð
hafa verið reynd til að stemma stigu við rýrnuninni en illa gengur að vinna bug á vandamálinu sem bæði veldur fyrirtækjunum tjóni og gerir
að verkum að lægri upphæðir skila sér í Pokasjóð. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum úthlutað samtals einum
og hálfum milljarði króna til umhverfismála, lista, íþrótta og mannúðarmála.