Menntaskólinn á Tröllaskaga er heilsueflandi framhaldsskóli og til að liðka líkamann, styrkja og hressa er búið að skipuleggja heilan hreyfidag með fjölbreyttum viðfangsefnum. Skipulagðar hreyfistundir verða í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði frá kl. 8:30 til 15:45. Stundatafla í bóklegum greinum heldur sér en nemendur eru hvattir til að fara í þær hreyfistundir sem þeir hafa áhuga á.
Menntaskólinn á Tröllaskaga er heilsueflandi framhaldsskóli og til að liðka líkamann, styrkja og hressa er búið að skipuleggja heilan
hreyfidag með fjölbreyttum viðfangsefnum. Skipulagðar hreyfistundir verða í Íþróttamiðstöðinni á Ólafsfirði frá
kl. 8:30 til 15:45. Stundatafla í bóklegum greinum heldur sér en nemendur eru hvattir til að fara í þær hreyfistundir sem þeir hafa áhuga
á.
Meðal þeirra greina sem boðið verður upp á er sund, bandminton, knattspyrna, blak, körfuknattleikur, innibandý og vatnasport með Lísu Hauks.
Þá verður í lok dags hægt að fá mælingar á stökkkrafti og fleiru.
Dagskrá hreyfidagsins liggur frammi í skólanum og nemendur eru hvattir til að kynna sér hana.