Tilfinningarapp

Karítas og Arnbjörg mynd GK
Karítas og Arnbjörg mynd GK
Nemendur nýttu hæfileika sína á ýmsan veg í umfjöllun um fjölgreindir Howards Gardner í miðannarvikunni. Fjallað var um eina eða tvær greindir á dag og farnar ólíkar vettvangsferðir í tengslum við efnið. Þegar fjallað var um tilfinningagreind máluðu nemendur af sér sjálfsmynd í tilfinningabundnum litum og þegar tónlistargreind bættist við var sungið og leikið lag í rappútsetningu

Nemendur nýttu hæfileika sína á ýmsan veg í umfjöllun um fjölgreindir Howards Gardner í miðannarvikunni. Fjallað var um eina eða tvær greindir á dag og farnar ólíkar vettvangsferðir í tengslum við efnið. Þegar fjallað var um tilfinningagreind máluðu nemendur af sér sjálfsmynd í tilfinningabundnum litum og þegar tónlistargreind bættist við var sungið og leikið lag í rappútsetningu.

 

Þegar unnið var með rök- og stærðfræðigreind voru leystar þrautir og nemendur heimsóttu dagvöruverslunina í Ólafsfirði og notuðu verð varanna í viðfangsefni sín. Þegar fjallað var um umhverfisgreind fylgdust nemendur með veðri og spáðu í hvaða áhrif fjöllin hefðu á þá. Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði var heimsótt og nemendur reyndu að gera sér grein fyrir hvað vantaði þar og hvernig mætti bæta úr því. Í lok vikunnar kynnti nemendahópurinn afrakstur vinnunnar fyrir stjórnendum og starfsmönnum skólans. Kennari á námskeiðinu var Karítas Skarphéðinsdóttir Neff.

 Myndir