Tónar sem gleðja

Elva Hrund kynnir Kris Kross - Jump. Mynd HF
Elva Hrund kynnir Kris Kross - Jump. Mynd HF
Eitt verkefnanna í áfanga um jákvæða sálfræði felur í sér að kynna lög sem nemendur nota til að koma sér í gott skap. Elsta lagið sem kynnt var í kennslustund í gær er frá 1968 en einnig voru spiluð ný og nýleg lög svo sem Bastille með Durban Skies.

Eitt verkefnanna í áfanga um jákvæða sálfræði felur í sér að kynna lög sem nemendur nota til að koma sér í gott skap. Elsta lagið sem kynnt var í kennslustund í gær er frá 1968 en einnig voru spiluð ný og nýleg lög svo sem Bastille með Durban Skies.

Einn nemandi valdi lagið Senjorita með Justin Timberlake og greindi frá því að hún hefði í vikunni fengið miða á tónleika með honum í Reykjavík í sumar í afmælisgjöf frá kærastanum. Tónleikarnir verða haldnir 24. ágúst en þann dag verða einmitt þrjú ár liðin frá því að sambandið hófst.

Af yngri lögum sem kynnt voru í gær má nefna Stars með Grace Potter og Everybody Talks með Neon Trees. Í hópi þeirra eldri voru hins vegar Red, Red Wine með UB40 sem upphaflega var samið og flutt af Nile Diamond og Don´t Worry Be Happy með Bobby McFerrin.