Skyndihjálp í miðannarviku

Skyndihjálp mynd GK
Skyndihjálp mynd GK
Almenn ánægja var í hópi nemenda sem sóttu skyndihjálparnámskeið í miðannarvikunni. Á námskeiðinu voru kenndar ýmsar leiðir til að hjálpa og bjarga fólki sem hefur slasast eða orðið fyrir andlegum áföllum við slys eða í hamförum. Kennarar voru fjórir, allir þrautreyndir björgunar- eða lögreglumenn á vettvangi.

Almenn ánægja var í hópi nemenda sem sóttu skyndihjálparnámskeið í miðannarvikunni. Á námskeiðinu voru kenndar ýmsar leiðir til að hjálpa og bjarga fólki sem hefur slasast eða orðið fyrir andlegum áföllum við slys eða í hamförum. Kennarar voru fjórir, allir þrautreyndir björgunar- eða lögreglumenn á vettvangi.

Almenn skyndihjálp inniheldur flest grundvallaratriðin í skyndihjálp þegar hættu ber að höndum. Harpa Jónsdóttir kom frá Rauða Krossi Íslands að kenna nemendum um það. Sálræn skyndihjálp snýst hins vegar um að sinna þeim sem hafa fengið andlegt áfall í slysi sem þeir hafa valdið eða orðið fyrir, stundum án þess að hljóta líkamleg meiðsl. Einnig getur verið um að ræða fólk sem er vitni að eða kemur að alvarlegum slysum sem það á engan þátt í. Kennari í þessum þætti var Árný Helgadóttir. Hún kom frá Rauða Krossi Íslands eins og Harpa.

Unnur Ósk Unnsteinsdóttir kom frá Björgunarsveitinni á Súlum á Akureyri og ræddi við nemendur um það hvernig björgunarsveitin leitar að þeim sem hafa lent í slysum á fjöllum eða annars staðar utan alfaraleiða og hvernig menn ná til fólk á stöðum þar sem sjúkrbílar komast ekki að. Ásdís Sigurðardóttir, fyrrverandi lögreglukona kom líka í heimsókn og talaði við nemendur um hlutverk lögreglunnar og hvað þarf að hafa í huga þegar komið er að slysi. Ásdís deildi með nemendum reynslusögum, meðal annars af vettvangi þar sem fólk varð undir snjóflóði.

Nemendur fá bráðlega skírteini sem gefur til kynna að þeir hafi lokið þessu námi og séu reiðubúnir til að hjálpa þeim sem á þurfa að halda.

Texti: Sindri Valþórsson