Hópur MTR-nema í Comeníusarverkefni nýtur veðurblíðu á Spáni á meðan hríðarveður er hjá okkur. Krakkarnir eru í áfanganum Vatn og líf og verða á Spáni í viku ásamt kennara áfangans, Ingu Eiríksdóttur, stærðfræðikennara. Þau eru með nemendum frá Ítalíu og Þýskalandi, auk spænsku gestgjafanna.
Hópur MTR-nema í Comeníusarverkefni nýtur
veðurblíðu á Spáni á meðan hríðarveður er hjá okkur. Krakkarnir eru í áfanganum Vatn og líf og verða á
Spáni í viku ásamt kennara áfangans, Ingu Eiríksdóttur, stærðfræðikennara. Þau eru með nemendum frá Ítalíu
og Þýskalandi, auk spænsku gestgjafanna.
Þau eru búin að vera gera ýmislegt eins og til
dæmis skoða prestsetur, kirkju og myllu. Einnig hafa þau skoðað hvernig þau þarna á Spáni fá vatn og hvernig þau nota það og
komust þau að því að vatnið sem þau nota í sturtu og þrífa á sér hendurnar með er endurnýtt og fer til bónda
sem notar það svo til að vökva plöntur og annað. Aurinn úr vatninu er einnig nýttur. Allur hópurinn er svo að vinna að því að
gera fjölþjóðlegt dagatal.
Nemendur frá Ítalíu, Spáni og
Þýskalandi komu í september síðast liðnum hingað til Ólafsfjarðar til að vinna í sama verkefni. Nemendurnir í áfanganum
hér í MTR fóru með erlendu nemendurna í ferðir til þess að skoða hvernig við á Íslandi notum vatn. Þetta verkefni
snýst um að heimsækja þessi fjögur lönd, Ísland, Spán, Þýskaland og Ítalíu og skoða nýtingu vatns í hverju
landi fyrir sig.
Íslensku nemendunum finnst búið að vera mjög
gaman. Það hefur verið gott veður nema það byrjaði að rigna í gær. Þau fara svo á föstudag til London og gista þar í
tvær nætur og koma svo heim til Íslands á sunnudaginn. Nemendurnir eru: Anna Lára Ólafsdóttir, Ingibjörg Ellen Davíðsdóttir,
Arndís Lilja Jónsdóttir, Magnús Andrésson, Helga Eir Sigurðardóttir og Þórhildur Sölvadóttir
Texti: Þórdís
Rögnvaldsdóttir