Verkfall

Því miður tókst ekki að ljúka samningum framhaldsskóla áður en verkfall skall á, enginn getur sagt til um hversu lengi það varir og er nemendum og starfsmönnum bent á að fylgjast með framgangi mála í fjölmiðlum. Hluti kennara á starfsbraut fara ekki í verkfall og kennsla er í LIL3C05, TÓH, og TFR. Mestu skiptir fyrir nemendur að vera virka í verkfallinu, læra eins og þau best geta til að reyna að tryggja að önnin fari ekki í súginn. Í Moodle á að vera kennsluáætlun í hverjum áfanga sem nemendur geta farið eftir. Hér á eftir eru frekari upplýsingar.

Því miður tókst ekki að ljúka samningum framhaldsskóla áður en verkfall skall á, enginn getur sagt til um hversu lengi það varir og er nemendum og starfsmönnum bent á að fylgjast með framgangi mála í fjölmiðlum. Hluti kennara á starfsbraut fara ekki í verkfall og kennsla er í LIL3C05, TÓH, og TFR.

Mestu skiptir fyrir nemendur að vera virka í verkfallinu, læra eins og þau best geta til að reyna að tryggja að önnin fari ekki í súginn. Í Moodle á að vera kennsluáætlun í hverjum áfanga sem nemendur geta farið eftir.

Starfsbraut
Mánudag: Kennsla fellur niður
Þriðjudag: Starfsnám eins og verið hefur
Miðvikudag: Kennsla 8:30 - 11:50
Fimmtudag: Kennsla 8:30 - 11:50
Föstudag: Kennsla 8:30 - 11:50

Tvö göt koma í töflu nemenda miðvikudag til föstudags.

Rútur
Siglufjörður - Ólafsfjörður - Siglufjörður: Engin breyting á Akstri
Dalvík - Ólafsfjörður - Dalvík: Akstur verður miðaður við starfsbraut

Þessir fara ekki í verkfall:
Skólameistari, umsjónarmaður húseigna og tækja, umsjónarmaður skrifstofu, iðjuþjálfi, stuðningsfulltrúar, fjármálastjóri og kennari frá tónlistarskóla samkvæmt samningi (ATH STÓ2B05 fellur niður).

Það er einlæg von okkar að verkfall leysist sem fyrst.