Mynd Inga Eiríksdóttir
Hópur nemenda MTR á leið til Valencia á Spáni rakst á bardagakappann Gunnar Nelson í millilendingu á Gatwickflugvelli í gær. Krakkarnir kannast við Gunnar því hann er dóttursonur Gunnars og Svanfríðar í Hlíð í Ólafsfirði. Hann var einn á heimleið með bakpokann eftir sigurinn á Rússanum Omar Akhmedov í UFC í Lundúnum.
Hópur nemenda MTR á leið til Valencia á Spáni rakst á bardagakappann Gunnar Nelson í millilendingu á Gatwickflugvelli í gær.
Krakkarnir kannast við Gunnar því hann er dóttursonur Gunnars og Svanfríðar í Hlíð í Ólafsfirði. Hann var einn á
heimleið með bakpokann eftir sigurinn á Rússanum Omar Akhmedov í UFC í Lundúnum.
Nemendurnir, Anna Lára Ólafsdóttir, Inga Ellen Davíðsdóttir, Arndís Lilja Jónsdóttir, Magnús Andrésson, Helga Eir
Sigurðardóttir, og Þórhildur Sölvadóttir áttu langan dag í gær. Þau tóku tvær flugvélar og tvær lestir til
að komast til Kastelon á Spáni og náðu þangað á miðnætti. Þau eru þátttakendur í Comeníusarverkefni með
nemendum frá Þýskalandi, Ítalíu og Spáni. Dagskráin er hafin í Kastelon, þar er besta veður, sól og blíða og okkar
fólk hefur þegar vakið athygli fyrir að neita að standa í skugganum og njóta hvers andartaks í sólinni.
Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari, tók myndina af nemendum með Gunnari Nelson