Áhyggjufullir nemendur

Sindri Valþórsson
Sindri Valþórsson
Margir nemendur hafa áhyggjur af því að verkfall kennara hafi slæm áhrif á nám þeirra. Sumir eru farnir að huga að vinnu og jafnvel búnir að ráða sig til vinnu ef til verkfalls kemur. Aðrir hafa hugsað sér að taka því rólega en reyna eftir bestu getu að nota tímann til lærdóms. Verkfallið hefst á mánudag ef samningar takast ekki áður.

Margir nemendur hafa áhyggjur af því að verkfall kennara hafi slæm áhrif á nám þeirra. Sumir eru farnir að huga að vinnu og jafnvel búnir að ráða sig til vinnu ef til verkfalls kemur. Aðrir hafa hugsað sér að taka því rólega en reyna eftir bestu getu að nota tímann til lærdóms. Verkfallið hefst á mánudag ef samningar takast ekki áður.

Í óformlegri könnun var rætt við tæplega tuttugu nemendur sem valdir voru af handahófi. Einn sagði að verkfallið legðist illa í sig og hann hefði áhyggjur af því að það hefði neikvæð áhrif á námið sitt. Hann ætlar þó að nýta tímann til þess að læra. Fjórir létu í ljósi áhyggjur af því að verkfall kynni að seinka útskrift. En um helmingur þeirra sem rætt var við hugsaði til þess að vinna í verkfallinu og voru sumir búnir að ráða sig. Einn sagðist ætla að nota tímann í verkfallinu til þess að hugleiða.

Mynd og texti: Sæþór Ólafsson