Nemendur í ABC-skólahjálp afhentu samtökunum í dag afrakstur starfs síns á önninni við söfnun fyrir börn í Kitetika grunnskólanum í Úganda. Aðalbjörg Kristjánsdóttir, móðir Guðbjargar Hákonardóttur, starfsmanns ABC í Úganda veitti því sem safnaðist viðtöku fyrir hönd samtakanna.
Guðbjörg heimsótti skólann í janúar og hafði eldmóður hennar mikil áhrif á nemendur. Um fjögur þúsund börn eru í ABC skólum í Úganda.
Nemendur í ABC-skólahjálp afhentu samtökunum í dag afrakstur starfs síns á önninni við söfnun fyrir börn í Kitetika
grunnskólanum í Úganda. Aðalbjörg Kristjánsdóttir, móðir Guðbjargar Hákonardóttur, starfsmanns ABC í Úganda
veitti því sem safnaðist viðtöku fyrir hönd samtakanna.
Guðbjörg heimsótti skólann í janúar og hafði eldmóður hennar mikil áhrif á nemendur. Um fjögur þúsund börn
eru í ABC skólum í Úganda.
Söfnunin gaf meðal annars af sér 20 borðtölvur með skjám og lyklaborðum. Gefandi er Íslandsbanki. Tölvurnar fara á nytjamarkað ABC
í Reykjavík en andvirðið rennur til Kitetika grunnskólans. KF, Knattspyrnufélag Fjallabyggðar gaf 21 íþróttbúning og afhenti
Óskar Þórðarson, íþróttakennari þá fyrir hönd félagsins. Búningarnir verða sendir til Úganda, fyrsta
spölinn með Flytjanda sem er meðal styrktaraðila söfnunarinnar. Þá söfnuðu nemendur fimmtíu og fimm þúsund krónum með
veitingasölu og samskotum.
Nemendurnir segjast hafa lært um kærleikann og hvað það sé gott að geta hjálpað öðrum. Þau hafi líka lært um
ástandið hjá börnum í Úganda. Niðurstaðan sé að íslensk ungmenni eigi að vera glöð með sitt góða líf
og það sem þau hafa. Kennari í áfanganum var Brynjar Kristjánsson. Myndir