Óformleg könnun sem nemandi í fjölmiðlaáfanganum FÉL3F gerði fyrir helgina bendir til þess að flestir nemendur skólans séu komnir á réttan stað eftir verkfallið. Að mati flestra sem spurðir voru var hæfilega mörgum kennsludögum bætt við önnina og almennt töldu flestir að þeir væru búnir að vinna upp það sem tapaðist í verkfallinu.
Óformleg könnun sem nemandi í fjölmiðlaáfanganum FÉL3F gerði fyrir helgina bendir til þess að flestir nemendur skólans séu
komnir á réttan stað eftir verkfallið. Að mati flestra sem spurðir voru var hæfilega mörgum kennsludögum bætt við önnina og almennt
töldu flestir að þeir væru búnir að vinna upp það sem tapaðist í verkfallinu.
Fimm nemendur af þeim tíu sem könnunin var lögð fyrir sögðu verkfallið hafa haft áhrif á námið hjá sér. Hinir fimm
nemendurnir sögðu verkfallið ekki hafa haft áhrif á sig. Fjórir af tíu nemendum sögðust hafa sinnt náminu almennilega á meðan
verkfall stóð, hinir 6 sögðust hafa lært lítið sem ekkert. Átta af tíu nemendum sögðust vera í góðum málum
varðandi námið núna tveimur vikum fyrir lok skólans en hinir tveir töldu sig ekki vera í bestu stöðu, en töldu samt að þetta
reddaðist. Aðeins tveir af tíu nemendum töldu að þurft hefði að bæta fleiri kennsludögum við.
Texti: Finnur Mar Ragnarsson