Heiðar mynd GK
Fyrsta Lan-kvöld annarinnar hefst klukkan 20 í kvöld og stendur fram eftir nóttu. Heiðar Karl Rögnvaldsson, formaður Tölvuklúbbs segir að keppt verði í Mortal Kombat og Counter Strike. Keppnin í Mortal Kombat er útsláttarkeppni en í Counter Strike geti allir keppt við alla en einnig sé hægt að skipuleggja keppni milli liða. Einnig verður frjáls tími.
Fyrsta Lan-kvöld annarinnar hefst klukkan 20 í kvöld og stendur fram eftir nóttu. Heiðar Karl Rögnvaldsson, formaður
Tölvuklúbbs segir að keppt verði í Mortal Kombat og Counter Strike. Keppnin í Mortal Kombat er útsláttarkeppni en í Counter Strike geti allir
keppt við alla en einnig sé hægt að skipuleggja keppni milli liða. Einnig verður frjáls tími.
Fjögur Lan-kvöld voru haldin á síðustu önn. Nú hafa reglur verið hertar nokkuð. Aðeins nemendum er heimill
aðgangur og húsinu verður læst á miðnætti. Áhersla er lögð á góða umgengni. Allir eiga að koma með tölvur og
sími telst ekki tölva.
Þegar síðast var keppt í Mortal Kombat vann Tryggvi Hrólfsson, kennari. Heiðar Karl segir að nemendur leggi allt kapp
á að slíkt gerist ekki aftur. Það sé niðurlæging fyrir stráka sem eyða 90% af lífi sínu í tölvum að láta
kennara slá sér við í tölvuleik.