Aníta Sara Sigurðardóttir valdi frétt vikunnar og gerði grein fyrir henni í FÉL2B í gær. Áfanginn er um stjórnmálafræði og þar er gert ráð fyrir að nemendur fylgist með fréttum og séu viðræðuhæfir um helstu fréttamál. Aníta Sara fjallaði um ummæli Björns Braga íþróttafréttamanns RÚV þar sem hann líkti íslenska landsliðinu við þýska nasista.
Aníta Sara Sigurðardóttir valdi frétt vikunnar og gerði grein fyrir henni í FÉL2B í gær. Áfanginn er
um stjórnmálafræði og þar er gert ráð fyrir að nemendur fylgist með fréttum og séu viðræðuhæfir um helstu fréttamál. Aníta Sara fjallaði um ummæli
Björns Braga íþróttafréttamanns RÚV þar sem hann líkti íslenska landsliðinu við
þýska nasista.
Fram kom að íþróttafréttamaðurinn og yfirmenn RÚV hefðu beðist afsökunar
á ummælunum sem hefðu verið særandi og ósmekkleg. Fjallað hefði verið um málið í alþjóðlegum miðlum. Forseti
Handknattleikssambands Evrópu og sambandsins í Austurríki hefðu báðir sagt í yfirlýsingum að rasismi og stjórnmál ættu ekki
heima í alþjóðlegri íþrótt. Málið virtist þó ælta að enda vel þar sem ákveðið hefði verið
að Íslendingar og Austurríkismenn leiki vináttulandsleik í apríl. Nokkrar umræður spunnust í kjölfar frásagnar Anítu
Söru af afleiðingum hinna óheppilegu ummæla íþróttafréttamannsins.
Verkefnið „fréttamál vikunnar“ er meðal annars liður í að ná
því markmiði áfangans að nemendur öðlist leikni í því að afla sér traustra upplýsinga um stjórnmálaleg efni,
greina upplýsingar, skilja pólitískt samhengi í samfélaginu og rökræða pólitísk og samfélagsleg álitaefni á
málefnalegan og gagnrýninn hátt. Mikilvægt er að verkefnin tengist því sem er að gerast í þjóðlífinu, hér eða
erlendis, einkum á sviði stjórnmála, efnahagsmála eða félagsmála í víðum skilningi.