Kennsla í tölvuleikjafræði í MTR hefur vakið athygli og í gær kom Þórgunnur Oddsdóttir, fréttamaður í skólann ásamt Björgvin Kolbeinssyni, tæknimanni til að gera sjónvarpsfrétt um málið. RÚV-menn fóru í kennslustund hjá Tryggva Hrólfssyni í áfanganum Tölvuleikir og leikjatölvur saga þróun og fræði og tóku viðtöl við hann og nokkra nemendur.
Kennsla í tölvuleikjafræði í MTR hefur vakið athygli og í gær kom Þórgunnur Oddsdóttir,
fréttamaður í skólann ásamt Björgvin Kolbeinssyni, tæknimanni til að gera sjónvarpsfrétt um málið. RÚV-menn fóru
í kennslustund hjá Tryggva Hrólfssyni í áfanganum „Tölvuleikir og leikjatölvur – saga þróun og fræði“ og
tóku viðtöl við hann og nokkra nemendur.
Tryggvi segir að fréttamaðurinn hafi spurt um tilurð áfangans og inntak en frá því var greint hér á
heimasíðunni þann 10. janúar. Gestirnir fengu að reyna Oculus Rift sýndarveruleikatækið sem skólinn eignaðist í síðustu viku
og greint var frá hér á síðunni í fyrradag. Væntanlega munum við sjá RÚV-menn með tækið á höfðinu
þegar fréttin verður flutt. Tryggvi segir að það hafi enn fremur vakið athygli að til væru á staðnum bæði glænýjar og
eldgamlar leikjatölvur og nemendur væru ekki síður að nota þær gömlu. MYNDIR