Bandy mynd Heiðar Karl
Hafin er tilraun til að endurvekja bandýíþróttina sem eitt sinn var vinsæl í Ólafsfirði. Haldin voru bandýmót þar sem fyrirtæki kepptu. Þetta gekk í tíu ár og mikil stemmning var í kringum mótin. Það var Lísebet Hauksdóttir, íþróttakennari sem átti hugmyndina að því að endurreisa bandýið í Fjallabyggð. Fyrsta æfingin var haldin í gær og þar voru myndirnar teknar sem fylgja fréttinni.
Hafin er tilraun til að endurvekja bandýíþróttina sem eitt sinn var vinsæl
í Ólafsfirði. Haldin voru bandýmót þar sem fyrirtæki kepptu. Þetta gekk í tíu ár og mikil stemmning var í kringum
mótin. Það var Lísebet Hauksdóttir, íþróttakennari sem átti hugmyndina að því að endurreisa bandýið í
Fjallabyggð. Fyrsta æfingin var haldin í gær og þar voru myndirnar teknar sem fylgja fréttinni.
Nemendur við skólann geta lært og iðkað bandý í áfanganum ÍÞG3D, íþróttagrein, innibandý og blak og
ef þeir stunda almennu æfingarnar verða þeir enn betri. Bandý er boltaíþrótt sem er spiluð með
plastkylfum. Markmiðið er að koma lítilli plastkúlu í mark andstæðingsins. Það eru sex leikmenn í liði,
þar af einn í marki og tvö lið keppa samtímis. Markmaðurinn má verja með höndum og fótum. Leiktími er 3x20
mínútur með 10 mínútna hléum.
Á þessari önn verða æfingar á miðvikudögum klukkan 16-17,
ætlaðar fólki á aldrinum 16-20 ára en komið hafa fyrirspurnir um hvort hægt sé að fjölga hópum og skipuleggja æfingar fyrir
aðra aldursflokka. Á árum áður spilaði fólk á öllum aldri. Fyrirtæki skráðu sig með lið og öll lið þurftu
að vera með kynningaratriði og í búningum. Í lok móta voru veitt ýmis verðlaun. Meðal annars fyrir besta búninginn, innkomuatriði,
tapsárasti leikmaðurinn fékk verðlaun og líka sá brosmildasti og sá orðljótasti. Af þessu má ráða hvernig stemmningin var
á bandýmótum en þeim lauk gjarnan með balli eftir verðlaunaafhendingu. MYNDIR
Texti Elfa Sif Kristjánsdóttir
Myndir Heiðar Karl Rögnvaldsson