Bjarnargilsferð

Sex krakkar í vetrarfjallamennskuáfanganum ÚTI3A dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar um síðustu helgi. Þau æfðu sig í ísklifri, klettaklifri, sigi og lærðu að nota ísexi til að stöðva sig í bratta. Einnig lærðu þau að ganga í öryggislínu. Leiðbeinandi í fjallamennskunni var Rúnar Gunnarsson en kennari í áfanganum er Lísebet Hauksdóttir.

Sex krakkar í vetrarfjallamennskuáfanganum ÚTI3A dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar um síðustu helgi. Þau æfðu sig í ísklifri, klettaklifri, sigi og lærðu að nota ísexi til að stöðva sig í bratta. Einnig lærðu þau að ganga í öryggislínu. Leiðbeinandi í fjallamennskunni var Rúnar Gunnarsson en kennari í áfanganum er Lísebet Hauksdóttir.

Ólöf Þóra Tómasdóttir var eina stelpan í nemendahópnum. Hún segir að þetta hafi verið mjög skemmtileg og lærdómsrík ferð. Hún hófst á föstudegi en lauk á sunnudegi. Á föstudeginum tók Sigurbjörg Bjarnadóttir á móti þeim á Bjarnargili og bauð upp á ýmsar kræsingar. Laugardagurinn fór í það að klifra, þau fundu litla kletta sem voru í nágrenni við Bjarnagil og klifruðu í þeim, sigu, gerðu tryggingar í klettinn, gengu á línu og lærðu að stoppa sig á ísexi. Eftir tveggja tíma klifur og stúss skelltu þau sér í sund á Sólgörðum og fengu sér síðan að borða. Á sunnudaginn skemmti hópurinn sér meðal annars við að renna sér á þotu á sköflum í hinum skemmtilegu brekkum í Fljótunum. Matur og allur aðbúnaður á Bjarnargili var með miklum ágætum.

Texti Helga Eir Sigurðardóttir