Svæðisbundnir fjölmiðlar

Mynd Völundur Jónsson
Mynd Völundur Jónsson
Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri vikublaðs á Norðurlandi var gestur í fjölmiðlunaráfanganum FÉL3F í morgun. Þessi staðbundni miðill er að hefja fjórða árið sitt og hefur vakið athygli fyrir gagnrýna fréttamennsku. Þar liggur líka sóknarfæri blaðsins að mati ritstjórans sem segir að „Kínamúrar“ milli auglýsinga og ritstjórnarefnis hafi haldið. Auglýsendur geti ekki pantað viðtal við sig í blaðinu.

Björn Þorláksson, ritstjóri Akureyri vikublaðs á Norðurlandi var gestur í fjölmiðlunaráfanganum FÉL3F í morgun. Þessi staðbundni miðill er að hefja fjórða árið sitt og hefur vakið athygli fyrir gagnrýna fréttamennsku. Þar liggur líka sóknarfæri blaðsins að mati ritstjórans sem segir að „Kínamúrar“ milli auglýsinga og ritstjórnarefnis hafi haldið. Auglýsendur geti ekki pantað viðtal við sig í blaðinu.

Björn fjallaði líka um aðra miðla á Norðurlandi, svo sem N4, þar sem nú starfa átján manns.
Hann vísaði til fréttar í blaðinu sem kemur út á fimmtudag um velgengni þessa miðils, sem rær á allt önnur mið en Akureyri vikublað. Í síðustu viku var fjallað um fjölmiðlasamsteypur, innlendar og erlendar, í áfanganum og var áhugavert að beina sjónum að staðbundnum miðlum í kjölfar þess.

Nemendum þóttu athyglisverðar frásagnir Björns af viðbrögðum við ýmsum gagnrýnum fréttum sem hann hefur skrifað. Hann sagði að stundum hefði ekki verið svefnfriður um nætur fyrir símtölum þeirra sem voru óánægðir með fréttaflutninginn.  Það væru einkum fréttir um viðskipti og pólitík sem gætu kallað fram slík viðbrögð. Frétt Björns um veðmál knattspyrnumanna í leikjum eigin liða bar á góma og kom í ljós að sumir nemendur þekktu vel til bakgrunns hennar.