Snjóleysi og hlýindi hafa raskað kennslu í áfanganum ÚTI2A. Þær fimm vikur sem liðnar eru af önninni hefur æfing á gönguskíðum fallið niður í þrjú skipti af fimm. Í dag er alls ekki færi, rigning og jörð ýmist auð eða með blautum svellum. Lísebet Hauksdóttir, kennari í útivist, ákvað því að fara með nemendurna í sund.
Snjóleysi og hlýindi hafa raskað kennslu í áfanganum ÚTI2A. Þær fimm vikur sem liðnar eru af önninni hefur æfing á
gönguskíðum fallið niður í þrjú skipti af fimm. Í dag er alls ekki færi, rigning og jörð ýmist auð eða með blautum
svellum. Lísebet Hauksdóttir, kennari í útivist, ákvað því að fara með nemendurna í sund.
Í þau tvö skipti sem nemendur útivistaráfangans komust á gönguskíðin var æfingin ekki jafn árangursrík og ætlað
var vegna lélegs færis. Lísebet segir að krakkarnir séu áhugasamir og fljótir að læra en þessi aldurshópur hafi farið beint
á bretti og flestir kunni því hvorki á svigskíði né gönguskíði, sem einhverntíma hefði þótt saga til næsta
bæjar á Tröllaskaga. Síðasta vetur féll kennsla niður í marga daga í skólanum vegna óveðurs, ófærðar og
snjóflóðahættu en í vetur hefur það hins vegar ekki gerst og má því segja að örskammt sé öfganna á milli.