Um helgina tók skólinn þátt í hinni árlegu spurningakeppni Gettur betur sem Ríkisútvarpið stendur fyrir. Fulltrúar skólans voru Aron Óli Árnason, Júlíus Blómkvist Friðriksson og Úlfar Alexander Úlfarsson. Lið MTR tapaði fyrir liði MA með 6 stigum gegn 27. Júlíus segir keppnina hafa verið mjög skemmtilega. Þó hefði getað farið betur ef smá undirbúningur hefði farið fram áður, segir hann hlæjandi.
Um helgina tók skólinn þátt í hinni
árlegu spurningakeppni Gettur betur sem Ríkisútvarpið stendur fyrir. Fulltrúar skólans voru Aron Óli Árnason, Júlíus
Blómkvist Friðriksson og Úlfar Alexander Úlfarsson. Lið MTR tapaði fyrir liði MA með 6 stigum gegn 27. Júlíus segir keppnina hafa verið
mjög skemmtilega. „Þó hefði getað farið betur ef smá undirbúningur hefði farið fram áður“, segir hann
hlæjandi.
Keppnin fór fram í Háskólanum á
Akureyri og var hægt að hlusta á hana á Rás 2 um kvöldið. Fjórar viðureignir fóru fram sama dag en á meðal þeirra
skóla sem kepptu voru Menntaskólinn að Laugarvatni, Fjölbrautaskólinn við Ármúla og Framhaldsskólinn á Húsavík. Þetta
er í þriðja skiptið sem MTR tekur þátt í keppninni en í fyrra kepptu þær Arndís Lilja Jónsdóttir, Kristlaug Inga
Sigurpálsdóttir og Þórdís Rögnvaldsdóttir fyrir hönd skólans við Fjölbrautaskólann við
Ármúla.
Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefur verið
haldin árlega frá árinu 1986 og er einn vinsælasti dagskrárliður Ríkisútvarpsins. Hver framhaldsskóli getur sent eitt lið í
keppnina sem skipað er þremur nemendum við skólann en þetta árið taka 30 skólar þátt. Undankeppnin fer alltaf fram í útvarpi
þar sem sextán lið komast áfram í aðra umferð. Að henni lokinni halda átta lið áfram í útsláttarkeppni sem
sýnd er í sjónvarpinu. Sá hluti hefst föstudaginn 31. janúar.
Texti Erla Vilhjálmsdóttir