Mynd Hermann Ingi Jónsson
Nemendur í áfanganum ABC-skólahjálp hafa að undanförnu staðið fyrir ýmsum söfnunum til þess að hjálpa börnum í Úganda. Peningarnir sem safnast verða notaðir til þess að kaupa skólagögn og annan búnað sem nýtist börnunum í skólum þar. Nemendurnir stóðu fyrir söfnun fyrr í mánuðinum í Samkaup Úrval og Olís. Söfnunin stendur enn og söfnunarbaukar eru á báðum stöðum.
Nemendur í áfanganum ABC-skólahjálp hafa að undanförnu staðið fyrir
ýmsum söfnunum til þess að hjálpa börnum í Úganda. Peningarnir sem safnast verða notaðir til þess að kaupa skólagögn og
annan búnað sem nýtist börnunum í skólum þar. Nemendurnir stóðu fyrir söfnun fyrr í mánuðinum í Samkaup
Úrval og Olís. Söfnunin stendur enn og söfnunarbaukar eru á báðum stöðum.
Lokamarkmið nemenda í ABC-áfanganum er að halda listadag þann 1. maí í
Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þar verður ýmislegt í boði, meðal annars fatamarkaður. Einnig getur fólk komið og leigt borð og
selt hluti til styrktar málefninu. Leiga á einu borði verður 2000 krónur. Þeir sem vilja styrkja þetta góða málefni geta lagt inn á
reikning nr. 0347-13-110034 Kt: 270695-3539
Texti: Hermann Ingi Jónsson