Þróun fjölmiðla

Netnotendur hópast á Instagram og aðra vefi á flótta undan auglýsingum. Google og fleiri fyrirtæki eyða fúlgum fjár í að búa til einsleita hópa sem eru heppilegir fyrir auglýsendur. Þórarinn Stefánsson í Mobilitus sem var gestur í fjölmiðla áfanganum FÉL3F í morgun fullyrti að Google tapaði stórfé á þessari starfsemi.

Netnotendur hópast á Instagram og aðra vefi á flótta undan auglýsingum. Google og fleiri fyrirtæki eyða fúlgum fjár í að búa til einsleita hópa sem eru heppilegir fyrir auglýsendur. Þórarinn Stefánsson í Mobilitus sem var gestur í fjölmiðla áfanganum FÉL3F í morgun fullyrti að Google tapaði stórfé á þessari starfsemi.

Hann telur að Google græði bara á auglýsingum sem birtast með leitinni og sá gróði fari minnkandi.
En fólk víki sér undan þessari starfsemi, fari á Instagram eða Snapchat þar sem sé skemmtilegt að vera og ekki auglýsingar. Flóttinn undan auglýsingum haldi áfram, erfiðara og erfiðara verði að ná til fólks eftir þessum leiðum. Á sama tíma séu góð tækifæri fyrir snjalla einstaklinga að vekja á sér athygli og koma efni sínu að.

Áhyggjur hafa verið af því að enginn vilji lengur borga fyrir traustar fréttir og vel unnar fréttaskýringar. Þetta er dýrt efni og verður ekki framleitt nema einhver vilji greiða fyrir aðgang að því. Þórarinn telur að ástandið í fjölmiðlaheiminum leiti jafnvægis. Hann bendir á að ólöglegt niðurhal tónlistar hafi hrunið. Tekjur tónlistarmanna hafi rokið upp eftir að drjúgur hluti notenda fór að greiða fyrir notkunina með eðlilegum hætti og sama komi til með að gerast í fjölmiðlun. Það verði hins vegar ekki endilega núverandi fjölmiðlafyrirtæki sem spjari sig í nýju umhverfi heldur hópar og einstaklingar sem finni flöt á að sinna ákveðnum geirum og skapa sér tekjur.