Virkur matarklúbbur

Ljúfar veitingar voru fram bornar á fundi Matarklúbbsins Trölla fyrir helgina. Andri Mar Flosason, formaður klúbbsins kom með rétt sem hann eldaði eftir eigin uppskrift, sem hann kallar „a la Andri“. Mikael Már Unnarsson kom með Betty Crokker-köku með súkkulaðibitum. Báðir réttirnir fengu góða dóma og runnu ljúflega niður.

Ljúfar veitingar voru fram bornar á fundi Matarklúbbsins Trölla fyrir helgina. Andri Mar Flosason, formaður klúbbsins kom með rétt sem hann eldaði eftir eigin uppskrift, sem hann kallar „a la Andri“. Mikael Már Unnarsson kom með Betty Crokker-köku með súkkulaðibitum. Báðir réttirnir fengu góða dóma og runnu ljúflega niður.

Félagar Matarklúbbsins buðu stuðningsfulltrúunum, þeim Helen Meyers og Úlfari Agnarssyni að snæða með sér ásamt Tóta (Þórarni Hannessyni), umsjónarkennara Starfsbrautar. Að sögn Andra fékk rétturinn hans góða dóma frá öllum sem borðuðu á fundinum. Kakan hans Mikaels fékk einnig góðar viðtökur. Andri er búinn að búa til annan rétt, samloku sem hann kallar Masterchaef Turbo. Hann segir góðar líkur á að hann bjóði klúbbfélögum að smakka samlokuna á öðrum fundi seinna í vetur.  MYNDIR