MTR-stúlkur í blaki

Nokkrar MTR-stúlkur hafa síðan um áramót æft blak á Siglufirði undir merkjum Ungmennafélagsins Glóa. Æfingarnar hófust að þeirra ósk en æft er einu sinni í viku undir handleiðslu Önnu Maríu Björnsdóttur, blakþjálfara. Næsta mót hópsins verður Siglómótið en það fer fram laugardaginn 22.febrúar á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Nokkrar MTR-stúlkur hafa síðan um áramót æft blak á Siglufirði undir merkjum Ungmennafélagsins Glóa. Æfingarnar hófust að þeirra ósk en æft er einu sinni í viku undir handleiðslu Önnu Maríu Björnsdóttur, blakþjálfara. Næsta mót hópsins verður Siglómótið en það fer fram laugardaginn 22.febrúar á Siglufirði og í Ólafsfirði.

Samtals hafa um fimmtán stúlkur stundað æfingarnar. Þær hafa þegar tekið þátt í einu móti þannig að mótið um aðra helgi er annað mót þeirra. Í hópnum eru bæði nemendur skólans og einnig stúlkur sem hafa nýlega brautskráðst frá skólanum. Blak er holl og góð íþrótt sem eflir félagsþroska iðkenda. Aðstaða er prýðileg bæði í Ólafsirði og á Siglufirði til að iðka íþróttina en hún krefst ekki jafn stórs húsnæðis og sumar aðrar boltaíþróttir.