Gullna hliðið

Mynd LA
Mynd LA
Hópur nemenda og nokkrir starfsmenn skólans skemmtu sér konunglega í leikhúsi á Akureyri í gærkvöldi. Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson féll vel að smekk nemenda sem voru úr íslenskuáfanganum ÍSL3B og af starfsbraut. Fyrir sýningu naut hópurinn veitinga á pítsuhlaðborði Greifans.

Hópur nemenda og nokkrir starfsmenn skólans skemmtu sér konunglega í leikhúsi á Akureyri í gærkvöldi. Uppfærsla Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson féll vel að smekk nemenda sem voru úr íslenskuáfanganum ÍSL3B og af starfsbraut. Fyrir sýningu naut hópurinn veitinga á pítsuhlaðborði Greifans.

Leikrit Davíðs Stefánssonar passar vel inn í það námsefni sem nemendur íslenskuáfangans eru að læra, bókmenntir 20. aldar. Kennari íslenskuáfangans er Margrét Laxdal. Leikritið kom fyrst fyrir almennings sjónir 1941. Það er Egill Heiðar Anton Pálsson sem leikstýrir verkinu og það hefur verið fært nær nútímanum. Það er um konu sem vildi að maður sinn færi til himnaríkis. En hann hafði verið syndaselur og því gekk þetta ekki vel. Djöfullinn var alltaf að reyna ná sál mannsins til sín niður í helvíti. Konan var með sál mannsins í skjóðu og kastaði henni að lokum inn um gullna hliðið.

Texti: Jóhanna Kristín Jóhannsdóttir