Nemendur skólans geta valið úr sex fjölbreyttum áföngum í miðannarvikunni, sem er næsta vika.
Áfangar verða í heilsufræði og blönduðum íþróttum, í útiveru og björgun, í skyndihjálp og í leiknum Mincraft. Einnig er hægt að glöggva sig á fjölgreindakenningu Gardners eða taka þátt í listræna verkefninu Solar Parcel.
Nemendur skólans geta valið úr sex fjölbreyttum áföngum í miðannarvikunni, sem er næsta vika. Áfangar verða í
heilsufræði og blönduðum íþróttum, í útiveru og björgun, í skyndihjálp og í leiknum Mincraft. Einnig er hægt
að glöggva sig á fjölgreindakenningu Gardners eða taka þátt í listræna verkefninu Solar Parcel.
Allir áfangarnir nýtast sem bundið val á braut eða sem frjálst val hjá nemendum sem ákveða að taka áfanga sem ekki tilheyrir
þeirri braut sem þeir stunda nám á. Hámarksfjöldi þátttakenda er átján í öllum áföngunum nema áfanganum
um fjölgreindakenningu Gardners, þar geta allt að þrjátíu verið með. Skráningin hefst í vinnutíma klukkan 10:55 á morgun
miðvikudag.