Í Skarðsdalnum. Mynd: Jón Hrólfur Baldursson
Veðrið hér í Fjallabyggð hefur verið einstaklega hagstætt til skíðaiðkunar síðustu daga. Það hefur verið heiðríkt og sólin látið sjá sig en þó hefur fylgt mikill kuldi eins og gerist oft þegar heiðskírt er á veturna. Á þriðjudagsmorguninn mældist til að mynda tíu stiga frost á Siglufirði en fimmtán stiga frost á Ólafsfirði á sama tíma.
Veðrið hér í Fjallabyggð hefur verið einstaklega hagstætt til skíðaiðkunar síðustu daga. Það hefur verið
heiðríkt og sólin látið sjá sig en þó hefur fylgt mikill kuldi eins og gerist oft þegar heiðskírt er á veturna. Á
þriðjudagsmorguninn mældist til að mynda tíu stiga frost á Siglufirði en fimmtán stiga frost á Ólafsfirði á sama tíma.
Aðstæður til skíðaiðkunar hafa verið mjög góðar og hafa skíðabrekkurnar í Skarðsdalnum skartað sínu fegursta.
Nemendur í útivistaráföngum skólans ættu að minnsta kosti ekki að hafa áhyggjur af því að komast ekki á skíði
þessa dagana. Þá hafa norðurljósin sýnt sig vel og mátti sjá áhugaljósmyndara á mánudags- og
þriðjudagskvöldið reyna að mynda þau. Það er því full ástæða til að hvetja nemendur og aðra til þess að
njóta veðursins og fara á skíði eða horfa á norðurljósin.
Tengill á mynd: http://www.siglo.is/static/gallery/nordurljosin-yfir-skardinu/.large/jhb_2014.02.17_42.jpg
Texti: Kristín Gunnþóra Oddsdóttir