Félagslífið í skólanum

Elsa Hrönn mynd GK
Elsa Hrönn mynd GK
Í upphafi annar er ekki bara nauðsynlegt að skipuleggja námið, líka þarf að hyggja að félagslífinu. Helstu forystumenn þess á síðasta skólaári útskrifuðust í vor og því er tækifæri fyrir aðra að spreyta sig. Elsa Hrönn Auðunsdóttir, átján ára nýnemi frá Siglufirði hefur þegar gefið kost á sér í embætti formanns skólafélagsins.

Í upphafi annar er ekki bara nauðsynlegt að skipuleggja námið, líka þarf að hyggja að félagslífinu. Helstu forystumenn þess á síðasta skólaári útskrifuðust í vor og því er tækifæri fyrir aðra að spreyta sig. Elsa Hrönn Auðunsdóttir, átján ára nýnemi frá Siglufirði hefur þegar gefið kost á sér í embætti formanns skólafélagsins.

Elsa Hrönn hefur reynslu af því að stýra félagslífi, hún var varaformaður Nemendafélags Iðnskólans í Hafnarfirði á síðasta skólaári og þar áður var hún formaður nýnemaráðs í sama skóla. Í stjórn nemendafélagsins eru fimm einstaklingar og hafa Ívan Darri Jónsson og Snjólaug Anna Traustadóttir gefið kost á sér í embætti varaformanns og ritara. Tvo vantar, gjaldkera og meðstjórnanda. Gjaldkerinn verður að vera fjárráða og því orðinn 18 ára. Þá hafa tekið gildi reglur um jafnvægi kynja í stjórnum nemendafélaga og því vantar eins og sakir standa strák í stjórnina til að þar verði ekki kynjaskekkja.