Ólafur í heimsókn

Ólafur Marteinsson mynd GK
Ólafur Marteinsson mynd GK
Ramminn selur tvö skip, Mánaberg og Sigurbjörgu og lætur smíða eitt nýtt í staðinn. Með þessu næst betri nýting á sjávarfanginu og orka sparast. Launagreiðslur hækka lítillega en sjómönnum fækkar ekki, ef frá eru taldir yfirmenn. Þetta sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Rammans nemendum í Tröllaskagaáfanga.

Ramminn selur tvö skip, Mánaberg og Sigurbjörgu og lætur smíða eitt nýtt í staðinn. Með þessu næst betri nýting á sjávarfanginu og orka sparast. Launagreiðslur hækka lítillega en sjómönnum fækkar ekki, ef frá eru taldir yfirmenn. Þetta sagði Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Rammans nemendum í Tröllaskagaáfanga.

Á nýja skipinu verðar allir hlutar fisksins nýttir. Það sem hefur verið hent fer aðallega í bræðslu. Ólafur sagði að verð á fiskimjöli og lýsi væri hátt, þetta væru verðmætar vörur. Orkusparnaðurinn felst meðal annars í því að nýta hita frá vélum skipsins.

Meira en 70% af afurðum Ramma fara á markað í Bretlandi og öðrum Evrópulöndum. Margt hefur áhrif á markaðsverðið, til dæmis sagði Ólafur að verð í Bretlandi hefði hækkað heldur að undanförnu eftir viðskiptahindranir sem gripið hefur verið til vegna átakanna í Úkraínu. Farsóttir, svo sem ebóla, geta líka haft áhrif á viðskipti með fisk. Ef ástand í samfélögum verður mjög slæmt vegna slíkrar plágu minnkar kaupgeta, ekki er víst að samgöngur verði í lagi og það hindrar viðskipti. Þannig að það eru margvíslegir hlutir sem geta haft áhrif á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja.