Ljósvakamiðlar heimsóttir

Starfsbrautarnemendur heimsóttu ljósavakamiðlana á Akureyri í vettvangsferð í gær. Þeir kynntu sér fyrst starfsemi Ríkisútvarpsins og skoðuðu húsnæði fjölmiðilsins, sem þeim þótti ekki láta mikið yfir sér. En athyglisvert þótti nemendum að fylgjast með þegar verið var að klippa efni í sjónvarpsþáttinn Landann og einnig þegar starfsmenn voru að raða fréttum í fréttatíma í útvarpinu.

Starfsbrautarnemendur heimsóttu ljósavakamiðlana á Akureyri í vettvangsferð í gær. Þeir kynntu sér fyrst starfsemi Ríkisútvarpsins og skoðuðu húsnæði fjölmiðilsins, sem þeim þótti ekki láta mikið yfir sér. En athyglisvert þótti nemendum að fylgjast með þegar verið var að klippa efni í sjónvarpsþáttinn Landann og einnig þegar starfsmenn voru að raða fréttum í fréttatíma í útvarpinu.

Eftir RÚV-heimsóknina fór hópurinn og tók nokkra leiki í keilu. Stuð var á nemendum og ekki laust við að keppnisskap léti á sér kræla hjá sumum. Hópurinn lauk svo vettvagnsheimsókninni til Akureyrar með því að skoða húsakynni N4. Þar tók Ólafsfirðingurinn Helgi Jónsson á móti hópnum, sýndi aðstöðuna og kynnti starfsfólk fyrirtækisins. Á N4 fylgdust nemendur með því þegar verið var að setja saman og hljóðblanda Óvissuferðarþátt. Myndir