Vertu sjóræningi – í eigin lífi!

Stundum þarf kjark og hugrekki til að taka stjórnina í eigin lífi. Fólk leggur upp í lífssiglinguna með ólíka hæfileika og ólík markmið en flestir eiga sér draum um hamingjuríkt líf. Gott getur verið að haga sér eins og sjóræningi ... og leita að fjársjóðum í eigin lífi. Þetta sögðu Ida Semey og Vera Sólveig Ólafsdóttir á geðræktarsamkomu skólans í Tjarnarborg í dag.

Stundum þarf kjark og hugrekki til að taka stjórnina í eigin lífi. Fólk leggur upp í lífssiglinguna með ólíka hæfileika og ólík markmið en flestir eiga sér draum um hamingjuríkt líf. Gott getur verið að haga sér eins og sjóræningi ... og leita að fjársjóðum í eigin lífi. Þetta sögðu Ida Semey og Vera Sólveig Ólafsdóttir á geðræktarsamkomu skólans í Tjarnarborg í dag.

Samkoman var hin glæsilegasta og fluttu Lísebet Hauksdóttir, Rodrigo Thomas og Þórarinn Hannesson tónlist við hæfi. Textarnir voru í takt við þema dagsins. Kristján M. Magnússon sálfræðingur skólans fjallaði um tíðarandann og ótta fólks við að standast ekki kröfur – sínar eigin og samfélagsins. Sumir deyfðu sig með pillum, sykri eða áfengi og tækju þannig fyrir skilningavitin í stað þess að vera til staðar fyrir sig sjálfa og aðra. Niðurstaðan var að styrkur og viðkvæmni væru ekki andstæður og hann vitnaði til afrísks málsháttar sem hljómar svo: „ef þú heldur að þú sért of lítill til að skipta máli hefurðu aldrei eytt nótt með mýflugu.

MTR tók forskot á alþjóðlega geðræktardaginn sem haldinn verður hátíðlegur á föstudag en samkoman í dag var líka hluti af verkefninu „heilsueflandi framhaldsskóli“ en þema skólaársins er geðrækt. Í verkefninu er lögð áhersla á að bæta andlega líðan nemenda og starfsmanna. Myndir