Vetrarútilega

Vetrarútilegamynd Gestur Hansson
Vetrarútilegamynd Gestur Hansson
Útilega í október krefst góðs búnaðar. Ella getur kuldi, vindur og úrkoma gert lífið nánast óbærilegt. Nemendur í fjallamennsku- og útivistaráföngum fengu að reyna þetta um helgina þegar þeir gengu í óbyggðum í Héðinsfirði og eyddu þar einni nótt. Tjaldað var í grennd við gamalt slysavarnarskýli og kom sér sannarlega vel að geta skriðið þar í skjól, snætt nestið og yljað sér á tánum.

Útilega í október krefst góðs búnaðar. Ella getur kuldi, vindur og úrkoma gert lífið nánast óbærilegt. Nemendur í fjallamennsku- og útivistaráföngum fengu að reyna þetta um helgina þegar þeir gengu í óbyggðum í Héðinsfirði og eyddu þar einni nótt. Tjaldað var í grennd við gamalt slysavarnarskýli og kom sér sannarlega vel að geta skriðið þar í skjól, snætt nestið og yljað sér á tánum.

Þetta var um fimmtán manna hópur og sváfu þrír í hverju tjaldi. Ingibjörg Ellen Davíðsdóttir, einn nemendanna segir að það hafi verið skítkalt en þetta hafi vissulega verið ákveðin upplifun. Hópurinn hafi náð að tjalda áður en myrkur skall á og hafi svo getað skotist inn í slysavarnarskýlið til að borða og ná úr sér mesta hrollinum. Morguninn eftir hafi allir vaknað snemma, pakkað saman og gengið rösklega til byggða. Myndir