Hvernig nálgast listamenn tímann? Hvernig birtist tíminn í listaverkum? Þessar spurningar glímdu nemendur við í miðannarvikunni. Í áfanganum var lögð áhersla á ólíkar nálganir listamanna og hvernig tíminn sýnir sig í listaverki - sem efniviður, vandamál, þema eða innblástur.
Hvernig nálgast listamenn tímann? Hvernig birtist tíminn í listaverkum? Þessar
spurningar glímdu nemendur við í miðannarvikunni. Í áfanganum var lögð áhersla á ólíkar nálganir listamanna og hvernig
tíminn sýnir sig í listaverki - sem efniviður, vandamál, þema eða innblástur.
Nemendur skoðuðu hvernig ólíkir listamenn hafa nálgast þetta í verkum sínum í stuttum fyrirlestrum sem veittu nemendum svo innblástur
fyrir eigin verk sem fjölluðu á einhvern hátt um tíma. Í lok áfangans skiluðu nemendur svo og sýndu fullbúin verk þar sem unnið
var með þemað tími á skapandi hátt í mismunandi miðlum. Aron Óli Árnason gerði til dæmis video-innsetningu þar sem hann
skrásetti tilurð málverks sem varð til á einni viku. Aron stillti upp borði í anddyri skólans með blaði, penslum og helstu litum og mátti
hver sem átti leið hjá leggja sitt af mörkum við sköpun verksins. Aron tók svo ljósmyndir með einnar og hálfrar mínútu millibili
og skrásetti þannig breytingar sem áttu sér stað á tíma, alveg frá upphafi og til loka vikunnar. Myndband hans má nálgast hér