Í miðannarviku í ár fá nemendur nasasjón af fjölmörgum íþróttagreinum. Á mánudag fór hópurinn í júdó í Draupni á Akureyri og það var enginn annar en Jón Óðinn Waage (Ódi) sem tók á móti hópnum og sýndi grunnatriðin í íþróttinni. Eftir hádegi var Fimleikafélag Akureyrar sótt heim og fengu nemendur að leika lausum hala í hinu stórglæsilega fimleikahúsi Akureyringa.
Í miðannarviku í ár fá nemendur nasasjón af
fjölmörgum íþróttagreinum. Á mánudag fór hópurinn í júdó í Draupni á Akureyri og það var enginn
annar en Jón Óðinn Waage (Ódi) sem tók á móti hópnum og sýndi grunnatriðin í íþróttinni. Eftir hádegi
var Fimleikafélag Akureyrar sótt heim og fengu nemendur að leika lausum hala í hinu stórglæsilega fimleikahúsi Akureyringa.
Á þriðjudag var Líkamsræktarstöðin Bjarg
heimsótt, þar tóku nemendur vel á því í spinning, zumba og hot jóga þar sem þau gerðu jógaæfingar í 38°
heitum sal. Eftir hádegi var farið í klifurvegginn hjá Björgunarsveitinni Súlum. Þar fengu nemendur að klifra frjálst í veggnum og
prófa ofanvað (top rope) og leiðsluklifur (leading).
Miðvikudagur rann upp bjartur og fagur. Sumir nemendur voru farnir að
kvarta undan þreytu og strengjum á undarlegum stöðum eftir frekar strembna daga. Þeim var lítil huggun í því að þurfa mæta
með dansskóna í íþróttahúsið í Ólafsfirði þar sem þeir dönsuðu samkvæmisdansa og salsa fram eftir degi og
enduðu svo á léttu blakmintonmóti, en það er íþrótt sem er soðin saman út blaki og badminton.
Í dag fimmtudag verður Bogfimisetrið á Akureyri
heimsótt, þar fá nemendur tækifæri til að prófa bogfimi bæði bæði með skotmörk á hreyfingu og föst skotmörk.
Eftir hádegi er ferðinni heitið í Crossfit Hamar, þar sem tekin verður æfing dagsins (WOD).
Íþrótta-miðannarvikan endar svo á
bandýmóti í Íþróttahúsinu á Ólafsfirði á föstudag. Mótið byrjar klukkan 09:00 og eru allir velkomnir að
koma og fylgjast með. Lísa Hauksdóttir, íþróttakennari stýrir íþrótta- og útvistariðkun í miðannarvikunni.
Myndir