Ásgeir Logi mynd Björg
Norlandia í Ólafsfirði gerir tilraun til að þurrka kolmunna fyrir Asíumarkað. Hingað til hefur mestallur kolmunaafli Íslendinga farið í bræðslu. En fiskurinn er magur og verð fyrir mjölið lágt. Því er leitað leiða til að fá meira út úr hráefninu eins og Ásgeir Logi Ásgeirsson sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga frá.
Norlandia í Ólafsfirði gerir tilraun til að þurrka kolmunna fyrir Asíumarkað. Hingað til hefur mestallur kolmunaafli Íslendinga farið í
bræðslu. En fiskurinn er magur og verð fyrir mjölið lágt. Því er leitað leiða til að fá meira út úr hráefninu eins
og Ásgeir Logi Ásgeirsson sagði nemendum í Tröllaskagaáfanga frá.
Í sumar féll niður 49% innflutningstollur á þurrkaðan fisk í Kína, samkvæmt fríverslunarsamningi Íslands við þetta
tólf hundruð milljóna manna ríki. Hefð er fyrir því að veiða kolmunna sem gengur inn í lögsöguna í ætisleit og hefur
aflinn farið í fimm hundruð þúsund tonn. En hann hefur líka farið niður í nánast ekkert þegar makríllinn gaf sig og hátt
verð fékkst fyrir afurðir úr honum.
Aðferðin sem Norlandia er að prófa gengur út á að marinera fiskinn, leggja hann í sósur, sem gefa bragð og bæta nýtinguna og
þurrka fiskinn síðan. Tilraunir benda til þess að úr einu tonni geti fengist um 300 kíló. En bragðið skiptir öllu og hafa menn legið
yfir skýrslum um rannsóknir á matvælum fyrir kínverska markaðinn. Soyasósa með sítrónu og pipar var reynd en þótti ekki
gefa nógu góða raun og nú er í gagni tilraun með annað bragð.
Norlandia er í samstarfi við Eskju, Síldarvinnsluna og Matís og fengu fyrirtækin styrk að upphæð tólf og hálf milljón úr
Tækniþróunarsjóði. Norlandia var fyrst íslenskra fyrirtækja til að vinna kolmunna og því er vel við hæfi fyrirtækið
geri nú tilraun til að vinna þurrkaðan fisk fyrir markaði í Asíu. Eins og er fer nánast allur fiskur sem Íslendingar þurrka til
Nígeríu, samtals um tólf hundruð gámar á ári.