Jarðfræðiferð mynd Vera Sólveig
Hverfjall (Hverfell), Grjótagjá og gervigígarnir hjá Skútustöðum voru meðal staða sem nemendur í jarðfræði skoðuðu í Mývatnssveit í gær. Náttúrufyrirbærin vöktu áhuga nemenda og þeim fannst ferðin fróðleg og spennandi. Á myndinni er hópurinn við lokunarskilti á vegarslóða sem liggur inn á hálendið sunnan við bæinn Grænavatn. Ástæða lokunarinnar er eldgosið í Holuhrauni.
Hverfjall (Hverfell), Grjótagjá og gervigígarnir hjá Skútustöðum voru meðal staða sem nemendur í jarðfræði skoðuðu í Mývatnssveit í gær. Náttúrufyrirbærin vöktu áhuga nemenda og þeim fannst ferðin fróðleg og spennandi. Á myndinni er hópurinn við lokunarskilti á vegarslóða sem liggur inn á hálendið sunnan við bæinn Grænavatn. Ástæða lokunarinnar er eldgosið í Holuhrauni.
Markmið ferðarinnar var að skoða jarðfræðiundur Mývatnssveitar og tengja þau við sögu og menningu þjóðarinnar, segir Vera Sólveig Ólafsdóttir, kennari. Með í för var Jónas Helgason, jarðfræðikennari í MA, sem bæði er reyndur leiðsögumaður og uppalinn í Mývatnssveit.
Á vettvangi sáu nemendur hraun sem runnu í eldgosum á fyrri tíð og gátu sett sér fyrir sjónir hvernig það hefði gerst með vísan til atburðanna norðan Vatnajökuls síðustu daga. Efni sem aflað var í ferðinni nýta nemendur til verkefnavinnu í áfanganum JAR2A05. Myndir