Lifandi dönskunám

Danskt smurbrauð er lostæti og list að búa það til. Í dönskuáfanga fá nemendur að spreyta sig á þessu og síðan að gæða sér á framleiðslunni. Myndband verður gert um æfingu sem fram fór í vikunni. Það útheimtir lestur, textagerð og munnlega frásögn á dönsku, segir kennarinn, Ida Semey.

Danskt smurbrauð er lostæti og list að búa það til. Í dönskuáfanga fá nemendur að spreyta sig á þessu og síðan að gæða sér á framleiðslunni. Myndband verður gert um æfingu sem fram fór í vikunni. Það útheimtir lestur, textagerð og munnlega frásögn á dönsku, segir kennarinn, Ida Semey.

Nemendur eru í sambandi við danskt fyrirtæki sem framleiðir smurbrauð. Þeir senda spurningar um framleiðslu, sölu, geymslu og ýmislegt fleira sem eigendur fyrirtæksisins, tvær ungar konur, hafa lofað að svara. Þessi samskipti fara auðvitað öll fram á dönsku.

Nemendum þótti mjög gaman að búa til brauðsneiðarnar, ekki bara að smakka þótt það þætti auðvitað gott. Þrjár gerðir voru reiddar fram: heimabakað rúgbrauð með kartöflum, bacon og salati, egg og rækjur á rúgbrauði, skreytt með sítrónu og tómat og í þriðja lagi rúgbrauð með raostbeaf, remolaði og steiktum lauk. En jafnvel eftir alla snúningana við að skreyta brauðsneiðarnar og bera þær fram þótti nemendum dálítið ótrúlegt að það tæki tvö ár að læra að verða „smörrebrödsjomfru“. Myndir