Daði mynd GK
Áræðni, liðsandi og hugvit eru einkunnarorð Promens. Þrjátíu ár eru síðan Sæplast var stofnað á Dalvík, ekki síst til að efla atvinnu á staðnum, en nú er verksmiðjan ein af fjörutíu sem rekin er undir nafninu Promens. Áhersla er lögð á að móta sameiginlega framtíðarsýn og brúa bil milli starfsmanna af mörgum þjóðernum, sem hafa mismunandi siði og trúarskoðanir.
Áræðni, liðsandi og hugvit eru einkunnarorð Promens. Þrjátíu ár eru síðan Sæplast var stofnað á Dalvík, ekki
síst til að efla atvinnu á staðnum, en nú er verksmiðjan ein af fjörutíu sem rekin er undir nafninu Promens. Áhersla er lögð á
að móta sameiginlega framtíðarsýn og brúa bil milli starfsmanna af mörgum þjóðernum, sem hafa mismunandi siði og
trúarskoðanir.
Daði Valdimarsson stjórnandi hjá fyrirtækinu útskýrði fyrir nemendum í Tröllaskagaáfanga að þetta snerist um að temja
sér ákveðna hegðun sem einkenndist af hreinskiptni. Ekki væri óalgengt að fyrirtækinu væri boðið að greiða mútur til að
liðka fyrir viðskiptum, en það væri ekki gert því slíkt samræmdist ekki góðu siðferði.
Promens veltir um eitt hundrað milljörðum á ári og hagnaðurinn er um þrír milljarðar, segir Daði. Segja má að afkoman hafi alla
tíð verið mjög viðunandi því af þeim þrjátíu árum sem liðin eru síðan Sæplast var stofnað hefur
aðeins eitt ár verið tap af rekstrinum. Promens var í eigu Atorku fyrir hrun en það fyrirtæki var tekið yfir af kröfuhöfum. Eigendur eru
núna Framtakssjóður sem er í eigu lífeyrissjóðanna og Horn sem er eignarhaldsfélag Landsbankans sem er ríkisbanki, þannig að segja
má að Promens sé í þessum skilningi eign almennings í landinu. Svo verður þó varla lengi því áformað er að setja
fyrirtækið á hlutabréfamarkað á árinu.