Fréttir

Gleðilegt nýtt ár, skólabyrjun

Við óskum öllum nær og fjær farsældar og gleði á nýju ári. Námið byrjar 3. janúar samkvæmt fyrirmælum í Moodle kennslukerfi skólans. Fullt er í fjarnám. Nemendur eiga að hafa fengið upplýsingar frá kennara í tölvupósti hvernig þeir skrá sig í áfanga sína í kennslukerfinu. Nemendur sjá áfanga sína í Innu. Sé eitthvað óljóst geta fjarnemar haft samband við Birgittu umsjónarkennara sinn birgitta@mtr.is Fyrstu skil verkefna eru 8. janúar. Hlökkum til að starfa með ykkur í vetur.  
Lesa meira

Brautskráning í dag

Þrjátíu nemendur brautskráðust frá Menntaskólanum á Tröllaskaga í dag. Alls hafa nú 495 nemendur brautskráðst frá skólanum en þetta er þrettánda starfsár hans.
Lesa meira

Innritun í fjarnám lokið

Við höfum nú lokað fyrir innritun í fjarnám þar sem allt er orðið yfirfullt. Viljum við þakka frábærar móttökur og hlökkum til að hitta nýnemana okkar á nýju ári. Skráðir nemendur hafa fengið innheimtuseðil í banka og sjá í Innu hvaða áfanga þeir komust í. Námið hefst 3. janúar og fyrstu skil á verkefnum til lokaeinkunnar verða 8. janúar 2023.
Lesa meira

Listamannskynning í skólanum

Listamaðurinn Egill Logi Jónasson frá Akureyri heimsótti skólann á dögunum og kynnti sig og list sína fyrir nemendum í myndlist og öðrum skapandi greinum. Egill er maður ekki einhamur í listinni því hann fæst jöfnum höndum við málverk, skúlptúra og gjörningalist og tónlist.
Lesa meira

Alþjóðlegur dagur mannréttinda

Alþjóðlegur dagur mannréttinda er í dag, 10. desember. Í skapandi greinum eins og myndlist eru nemendur oftlega að fjalla um mannréttindi eins og sjá má á meðfylgjandi málverkum.
Lesa meira

Sýning á verkum nemenda

Laugardaginn 10. desember verður opnuð sýning á verkum nemenda MTR. Þar er sýndur afrakstur vinnu nemenda frá haustönninni undir kjörorðunum frumkvæði, sköpun og áræði. Sýningin verður í skólahúsinu frá kl. 13-16 en einnig á netinu.
Lesa meira

Geðlestin staldraði við í MTR

Á dögunum staldraði Geðlestin við í skólanum á hringferð sinni um landið. Geðlestin er verkefni á vegum Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins og er ætlað að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar.
Lesa meira

Nýtnivika í skólanum

Evrópska nýtnivikan var í síðustu viku og áhersla var að þessu sinni á textíl. Meðal annars var hvatt til þess að fyrirtæki og stofnanir komi upp fataskiptaslá. Slík slá hefur reyndar verið í MTR um árabil og nemendur og starfsfólk eru dugleg að skilja eftir fatnað og finna sér flíkur til að nota áfram.
Lesa meira

Bjarmahlíð í samstarf við norðlenska framhaldsskóla

Framhaldsskólarnir á Norðurlandi og Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis á Norðurlandi hafa undirritað samkomulag um þróun samstarfs fyrir ungmenni á framhaldsskólaaldri.
Lesa meira

Kynningarmyndband um Menntaskólann á Tröllaskaga

Á dögunum tók Eyrarland Auglýsingastofa upp kynningarmyndband um skólann. Myndbandið er hluti af stærra kynningarverkefni á framhaldsskólunum á Norðurlandi eystra á vegum SSNE.
Lesa meira