Björn Ægir sorterar einbeittur gotterí eftir litum. Handan borðsins eru Elísabet og Viktoría.
Ljósm. IE.
Það er hægt að kenna tölfræði á margvíslegan hátt og ekkert endilega með formúlum í bók eða töflureikni á skjá. Þetta veit enginn betur en Inga Eiríksdóttir stærðfræðikennari sem er fundvís á nýstárlegar aðferðir við stærðfræðikennslu.
Í dag brá hún á það ráð að nota Skittles í tölfræðikennslunni. Skittles eru litlar sælgætiskúlur í mörgum litum og þær er því hægt að flokka eftir litum og vinna með eins og tölfræðigögn. Líklegt má telja að tölfræðigögnin hafi horfið upp í nemendur að kennslustund lokinni og víst er þetta skemmtileg tilbreyting hversdeginum.