Fréttir

Fyrirlestur um karlmennsku

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur var með fyrirlestur fyrir nemendur skólans í dag. Þar ræddi hann um rótgrónar karlmennskuhugmyndir sem eru hamlandi fyrir öll kyn og skaðlegar fyrir þróun samfélagsins í átt til jafnræðis milli allra hópa.
Lesa meira

Upprennandi skáld

Í gær fylltist skólinn af ungum skáldum sem sátu við yrkingar frá morgni og framundir hádegi. Þetta voru nemendur úr 8. - 10. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar sem þarna voru að taka þátt í ljóðasamkeppni. Af þessu tilefni var sett upp myndlistarsýning með verkum nemenda MTR og notuðu ungskáldin verkin sem innblástur fyrir ljóðagerðina.
Lesa meira

MTR reddar málinu

Menntaskólinn á Tröllaskaga varð efstur í flokki lítilla vinnustaða í keppninni Reddum málinu, á vegum Samróms, sem lauk í gær. Fulltrúar skólans tóku við viðurkenningu af því tilefni úr hendi Guðna Th. Jóhannessonar Forseta Íslands á Bessastöðum í dag.
Lesa meira

Lýðræðisnám í Grikklandi

Sjö nemendur ásamt tveimur kennurum eru nú í námsferð í Kalamata í Grikklandi. Þar taka þau þátt í verkefni sem nefnist „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er að þjálfa nemendur í virkri þátttöku í samfélaginu og kenna þeim að axla ábyrgð í lýðræðisþjóðfélagi. Auk Íslendinga og Grikkja taka nemendur frá Tékklandi og Lettlandi þátt í verkefninu.
Lesa meira

Kennarafundi stýrt frá Grikklandi

Fjarvinna og upplýsingatækni eru mikilvægur þáttur í skólastarfi í MTR. Stærstur hluti nemenda eru enda fjarnemar og koma aldrei í skólann og öll samskipti við þá eru á netinu. Kennarar skólans eru einnig búsettir á ýmsum stöðum og sinna kennslu hvar sem þeir eru staddir í heiminum.
Lesa meira

Góð heimsókn frá VMA

Það er gaman að fá gesti í heimsókn og í dag komu átján nemendur í VMA ásamt kennara sínum í heimsókn í skólann. Þetta voru nemendur í útivist og vörðu þau deginum við ýmsa íþróttaiðkun með nemendum MTR. Meðal annars var farið í feluskotbolta og ýmsa aðra leiki í íþróttahúsinu.
Lesa meira

Innritun fjarnema hafin

Innritun í fjarnám á vorönn hófst í morgun og verður opin fram í desember. 46 áfangar eru í boði á vorönninni en þeir lokast um leið og hámarks nemendafjöldi hefur verið skráður til náms. Þannig getur framboð áfanga minnkað hratt svo það borgar sig að hafa hraðar hendur.
Lesa meira

Jonna heimsækir skólann í mánuði myndlistar

Október er mánuður myndlistar og í dag kom Jónborg Sigurðardóttir - Jonna listakona í skólann til að kynna listina sína fyrir nemendum. Jonna vinnur í margvísleg efni en oftast er hún að endurnýta efni sem annars færu á haugana.
Lesa meira

Líf og fjör í Lundúnum

Nemendur í skapandi tónlist hafa æft með félögum sínum í London undanfarna daga en hópur frá skólanum er nú í námsferð í heimsborginni. Þetta er þó ekki í fyrsta sinn sem okkar menn hafa unnið með þessu fólki því um hríð hefur verið samvinna gegnum netið við nemendur í London College of Music, tónlistardeildinni innan University of West London.
Lesa meira

Heilsurækt og gjörningalist í miðannarviku

Nú stendur yfir miðannarvika í skólanum og þá fellur hefðbundin kennsla niður en nemendur fást við ný og fjölbreytt verkefni og njóta leiðsagnar nýrra kennara. Kennarar skólans sinna hinsvegar námsmati í vikunni.
Lesa meira