28.10.2022
Í MTR er íslenskunni gert hátt undir höfði og í boði eru fjölmargir íslenskuáfangar. Að sjálfsögðu er hugað að menningararfinum og fornsögurnar og Eddukvæðin fá sinn sess en einnig bókmenntir 20. aldarinnar þar sem nýstárlegum hugmyndum laust saman við rótgróin gildi bókmenntanna.
Lesa meira
27.10.2022
Hugmyndafræði og starf MTR hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana og talsverð spurn er eftir skólaheimsóknum, fyrirlestrum og námskeiðum frá kennurum skólans. Þar sem slík starfsemi á ekki heima innan ríkisrekins framhaldsskóla tóku áhugasamir kennarar sig til og stofnuðu fræðslusamfélagið Via Nostra.
Lesa meira
26.10.2022
Á tímum þar sem aldagömul gildi eins og kynjatvíhyggja hafa riðlast og rödd minnihlutahópa verður sífellt háværari er kynjafræði sífellt mikilvægari fræðigrein. Í kynjafræði er nýju ljósi varpað á viðfangsefni sem margir skynja sem algildan sannleik eða hlutlausa sýn á heiminn. Kennarar áfangans eru Guðrún Þorvaldsdóttir og Guðbjörn Hólm Veigarsson.
Lesa meira
20.10.2022
Náttúrulæsi var annar af áföngunum sem kenndur var í miðannarvikunni. Áfanginn var að stærstum hluta kenndur úti í náttúrunni og miðaði að því að auka þekkingu nemenda á umhverfi sínu og virðingu fyrir náttúrunni.
Lesa meira
18.10.2022
Á vorönn er í þriðja sinn boðið upp á valáfanga þar sem fjallað er kynheilbrigði í víðum skilningi. Meðal annars er rætt og frætt um samskipti á netinu, kynferðislega áreitni og hvernig tilfinningar, sjálfsmynd og samskipti geta haft áhrif á væntingar og mörk.
Lesa meira
17.10.2022
Fimmtán manna hópur nemenda og kennara eru nýkomin heim frá Brussel þar sem þau tóku þátt í námskeiði í sirkus listum. Þetta var liður í miðannarviku og því formlegt nám í skólanum þó óvenjulegt sé.
Lesa meira
17.10.2022
Val fyrir vorönn 2023 hefst 18.10.2022 og stendur yfir í viku. Hér má sjá áfanga í boði
Lesa meira
13.10.2022
Erasmus dagarnir eru í dag og næstu tvo daga en þá er vakin athygli á þeim fjölmörgu verkefnum sem Erasmus+ áætlunin hefur styrkt undanfarin ár. MTR fékk vottun sem Erasmus skóli í mars í fyrra og hafa nemendur og kennarar notið góðs af því.
Lesa meira
10.10.2022
Því miður byrjar miðannarvikan ekki vel hjá okkur. Vegna veðurs og ófærðar tókst kennurum áfangans í miðannarvikunni ekki að komast hingað í tæka tíð.
Dagskráin mun breytast vegna þessa og eru nemendur beðnir um að mæta hingað í skólann í fyrramálið, þriðjudag, en ekki í skógræktina á Siglufirði.
Lesa meira
06.10.2022
Nemendur MTR lögðu niður störf og gengu út kl. 11 í morgun. Með þessu vilja þau sýna nemendum MH stuðning en þar gengu nemendur út úr kennslustundum og söfnuðust saman fyrir utan skólann til að sýna þolendum kynferðisofbeldis stuðning en einnig til að mótmæla aðgerðarleysi skólastjórnenda þegar upp koma kynferðisbrotamál innan skólannna.
Lesa meira