26.04.2022
Átján manna hópur nemenda og kennara eru þessa viku í skólanum, þrettán nemendur og fimm kennarar frá Eistlandi og Lettlandi. Hér sameinast þau fimm nemendum MTR en nokkrir þeirra fóru til Tallin í september í fyrra til að vinna með sama hópi.
Lesa meira
25.04.2022
Menntaskólinn á Tröllaskaga hefur nú fengið formlega viðurkenningu sem UNESCO skóli. Þetta er alþjóðlegt verkefni og með þessu er skólinn kominn í samstarfsnet tíu þúsund skóla í 181 landi.
Lesa meira
19.04.2022
Innritun í fjarnám stendur nú yfir fyrir haustönn 2022. Ekki er kennt á sumarönn í skólanum. Vinsamlegast skráið umsóknir í gegnum heimasíðu skólans.
Lesa meira
06.04.2022
Elías Þorvaldsson tónlistarkennari á Siglufirði færði á dögunum skólanum góða gjöf, hefti sem hann kallar Sitt lítið af hverju og inniheldur frumsamin lög hans nótnasett með laglínum, textum og hljómum. Þetta eru lög sem hafa gagnast honum vel í kennslu síðustu áratugina, sérstaklega við kennslu yngra fólks, auk laga sem samin hafa verið við hin ýmsu tilefni. Lögin eru um 40 talsins og eru samin við ljóð og texta ýmissa skálda og textahöfunda. Heftinu fylgir minnislykill sem hefur að geyma hljóðskrár með mörgum laganna og allt efni heftisins sem pdf skjöl. Ýmsir söngvarar í Fjallabyggð sungu lögin inn á síðustu mánuðum. Skólinn þakkar Elíasi kærlega fyrir þessa góðu gjöf sem án efa mun nýtast í tónlistarkennslu á listabraut skólans.
Á myndinni má sjá menningarfulltrúa skólans, Þórarinn Hannesson, færa Láru Stefánsdóttur, skólameistara heftið góða fyrir hönd Elíasar.
Lesa meira
29.03.2022
Þessa viku er hópur nemenda og kennara frá Grikklandi, Lettlandi og Tékklandi í heimsókn í skólanum. Hópurinn telur 21 nemanda og sex kennara en níu nemendur og tveir kennarar MTR taka á móti þeim. Þetta er Erasmus verkefni sem nefnist „U2 have a voice” eða „Þú hefur líka rödd“ en markmið þess er fræðsla um mannréttindi og ábyrg þátttaka í lýðræðisþjóðfélagi.
Lesa meira
28.03.2022
Á dögunum fengu nemendur að kynnast kínverskri matargerð undir leiðsögn Teresu Cheung kennaranema sem hefur verið í vettvangsnámi og æfingakennslu í skólanum að undanförnu. Þetta var í áfanganum Matur og menning sem verið hefur einn vinsælasti valáfangi skólans um árabil.
Lesa meira
21.03.2022
Undanfarin ár hefur starfsfólk skólans tekið þátt í vinnustaðakeppni Lífshlaupsins, sem er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, og staðið sig vel. Þátttakan hefur verið góð og verið starfsfólki hvatning til að hreyfa sig meira og reglulegar en ella.
Lesa meira
17.03.2022
Ronja Helgadóttir sigraði undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í skólanum í gær. Hún verður því keppandi MTR í aðalkeppninni sem verður á Húsavík 3. apríl. Ástarpungarnir úr MTR sigruðu keppnina 2020 svo nú er spennandi að vita hvort Ronja endurheimtir sigurinn í ár.
Lesa meira
08.03.2022
Síðasta vika var miðannarvika og þá er engin hefðbundin kennsla. Kennarar sinna námsmati og undirbúa síðari hluta annarinnar en nemendur í staðnámi fást við ný og fjölbreytt verkefni í vikunni og njóta leiðsagnar nýrra kennara. Að þessu sinni gátu nemendur valið milli tveggja námskeiða; kínversku og útivistar.
Lesa meira
23.02.2022
Bergþór Morthens listakennari og Lára Stefánsdóttir skólameistai eru nú stödd á Möltu vegna fundar í stýrihóp Erasmus+ verkefnis sem kallast TRinE eða Telerobotics in Education sem við gætum þýtt sem Nærverur í námi.
Lesa meira