Fréttir

Safna fyrir menningarferð til London

Þó að múrbrot sé ekki meðal kennslugreina í skólanum voru nokkrir nemendur mættir til slíkra starfa eldsnemma í gærmorgun. Þetta er fjáröflun fyrir menningarferð til London sem fyrirhuguð er um miðjan október.
Lesa meira

Fyrsta skólaheimsóknin eftir Covid

Fyrsta skólaheimsóknin eftir Covid var í gær þegar hópur 60 kennara frá Álaborg kom í skólann. Markmið dönsku kennarana er að kynna sér kennslu í upplýsingatækni, nýsköpun og stafrænum lausnum í skólum á Norðurlandi.
Lesa meira

Vistvænn ferðamáti

Langflest starfsfólk MTR uppfyllir samgöngusáttmála skólans en hann kveður á um að ferðast til og frá vinnu með vistvænum hætti. Á þessari önn uppfylla 94,6% starfsmanna samgöngusáttmálann.
Lesa meira

Skuggakosningar í lýðræðisviku

Þessa viku var svokölluð lýðræðisvika í MTR eins og í 26 öðrum framhaldsskólum á landinu. Þá er lögð áhersla á umræður og fræðslu um stjórnmál og mikilvægi þess að taka upplýsta ákvörðun áður en gengið er til kosninga.
Lesa meira

Endurgjöf á þriggja vikna fresti

Kennarar í MTR hafa nú sent öllum nemendum sínum í öllum áföngum fyrstu athugasemdir annarinnar. Þetta er hluti af námsmatinu því á þriggja vikna fresti gefa kennarar öllum nemendum sínum í öllum námsgreinum skriflega endurgjöf.
Lesa meira

Nýnemar boðnir velkomnir í skólann

Í dag voru afhent verðlaun fyrir þátttöku í nýnemadeginum í síðustu viku. Í MTR er ekki busavígsla eins og í mörgum framhaldsskólum heldur eru nýnemar boðnir velkomnir með leikjum og grillveislu í hádeginu. Keppt var í ratleik og þurftu nýnemarnir að leysa ýmsar þrautir og taka myndir.
Lesa meira

Höfgar nauðir

Höfgar nauðir nefnist innsetningarverk sem Þorbjörg Signý Ágústsson, nemandi í MTR sýnir nú í Hellisgerði í Hafnarfirði. Verkið þróaði hún í myndlistaráfanga hjá Bergþóri Morthens síðasta vetur en í sumar vann hún á vegum skapandi starfa í Hafnarfirði að því að smíða og setja upp verkið.
Lesa meira

Gamli og nýi tíminn í ljósmyndun

Mikil áhersla er á skapandi starf í MTR. Bæði á það við um fjölbreytt og skapandi verkefnaskil í öllum námsgreinum en einnig á hinar hefðbundnu skapandi greinar eins og myndlist, tónlist og ljósmyndun. Hægt er að ljúka stúdentsprófi af listabraut með áherslu á fyrrnefndar greinar.
Lesa meira

Mötuneyti nemenda og starfsfólks

Skólahald í MTR fer vel af stað og er að komast í fastar skorður. Á mánudaginn byrjar mötuneytið í skólanum sem í vetur er í samstarfi við Höllina í Ólafsfirði. Matseðillinn fylgir að hluta til matseðlinum hjá Grunnskóla Fjallabyggðar.
Lesa meira

Fyrsti kennsludagur

Á morgun, miðvikudag hefst kennsla í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Ekki verður formleg skólasetning heldur mæta nemendur í skólann samkvæmt stundaskrá. Skólinn býður upp á morgunhressingu og hádegismat fyrir nemendur fyrsta kennsludaginn.
Lesa meira