04.10.2022
Forseti Íslands mætti í matarboð í skólanum á föstudagskvöldið. Tilefnið var hátíðarkvöldverður sem er liður áfanganum Matur og menning. Auk nemenda af Tröllaskaga var það hópur nemenda frá Ítalíu og Spáni sem kom að undirbúningi veislunnar og á boðstólum voru hefðbundnir íslenskir réttir.
Lesa meira
29.09.2022
Myndband um Tröllaskagamódelið var meðal sextán nýrra myndbanda sem frumsýnd voru á UTÍS menntaviðburðinum um síðustu helgi. Myndböndin bera yfirskriftina Ferðalag um íslenskt skólakerfi og þar er fjallað um fjölbreytt skólaþróunarverkefni í leik-, grunn- og framhaldsskólum.
Lesa meira
27.09.2022
Íþróttavika Evrópu stendur nú yfir og af því tilefni hefur fjölbreytt dagskrá verið skipulögð í skólanum þessa viku. Í gær fengu nemendur tilsögn í bardagaíþróttum, dansað var í skólanum og Ólympíuhlaup ÍSÍ var hlaupið. Í dag var bekkpressukeppni, fjallganga og endað á sjósundi.
Lesa meira
20.09.2022
Menntaskólinn á Tröllaskaga er afar vel tækjum búinn og á t.d. ljósmyndabúnað af ýmsu tagi til afnota fyrir nemendur í listljósmyndun og öðrum skapandi greinum. Í dag var ljósmyndastúdíó skólans í notkun allan daginn.
Lesa meira
16.09.2022
Þrír kennarar við MTR vinna nú með kollegum frá Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð að samvinnuverkefni sem snýst um “active citizenship” eða borgaravitund og þátttöku í samfélaginu. Í vikunni komu kennarar frá Norðurlöndunum í skólann til skrafs og ráðagerða.
Lesa meira
13.09.2022
Einn þeirra áfanga sem nemendur á starfsbraut sitja þessa önnina er Inngangur að náttúruvísindum. Í áfanganum er farið yfir grunnatriðin í þeim námsgreinum sem tengjast þeim vísindum. Í skólanum er einnig unnið markvisst með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
Lesa meira
09.09.2022
Mikil áhersla er á listir og skapandi greinar í MTR og hægt er að útskrifast af myndlistar-, ljósmynda- og tónlistarsviði listabrautar. Mikilvægur þáttur listnáms er að kynnast því sem er efst á baugi í listunum hverju sinni og í vikunni fóru nemendur af listabraut í menningarferð til Akureyrar.
Lesa meira
07.09.2022
Í síðustu viku var hópur fólks í skólanum vegna TRinE verkefnisins sem MTR tekur þátt í. TRinE stendur fyrir Telepresence Robots in Education eða notkun nærvera í kennslu og námi.
Lesa meira
30.08.2022
Nýnemar voru boðin velkomin í dag en í MTR er ekki busavígsla heldur nýnemadagur sem einkennist af samveru og fjöri. Veðrið lék við nemendur í dag og dagskráin var hefðbundin. Fyrir hádegið var sápuboltamót og í hádeginu var grillveisla. Að því loknu fjölmenntu nemendur í sund.
Lesa meira
18.08.2022
Fyrsti kennsludagur annarinnar var í dag og mættu nemendur í fyrsta sinn eftir sumarleyfi. Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir aðstoðarskólameistari bauð nemendur velkomin og miðlaði nauðsynlegum upplýsingum til nýnema og rifjaði upp fyrir þeim sem eldri eru.
Lesa meira